þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Með von í hjarta #

Nú krosslegg ég fingur og tær og vona að ég fái að taka prófin í grunnskólanum á Tálknafirði. Því að ef ekki þarf ég fara suður til Reykjavíkur fyrr en ég ætlaði mér. Ef allt gengur upp þá getum við hjónakornin aðstoðað í sveitinni, það er að segja, ef að þau (mamma og pabbi) geta á einhvern hátt notað okkur.

Annars, þá var að sjálfsögðu haldin brenna á laugardaginn var niðri á Rifi neðan við Brekkuvelli. Og var þetta sú flottasta til þessa. Mæting var nokkuð góð, þó sérstaklega af hálfu Haukabergsfólksins. Það bar eitthvað minna á okkur Brekkuvallarfólkinu. Vonandi verðum við fleiri að ári.

Það er búið að rífa bíslagið á bænum (þeir vita um hvaða bæ ég tala sem mig þekkja) og er byrjað á nýju. Við erum búin að setja niður 103 birkiplöntur, 139 viðjuplöntur, 4 reyniplöntur (og erum með 6 í pottum) og eina ösp. En þetta er að sjálfsögðu allt til geymslu til 2ja ára.

Þar til næst, bless bless,

Hrannsla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim