föstudagur, ágúst 11, 2006

Snöggt snöggt

Nú skal kvaddur fjörður sá er kenndur er við Patrek og haldið skal heimleiðis.

Fyrsta stopp, Brekkuvellir, Barðaströnd. Þar verður stoppað yfir nótt og svo tökum við bátinn á hádegi túmorró. En rúmið mitt býður heima eftir mér. Oh. mann hlakkar svo til, en sárt er að kveðja vestfirðina. En við komum alltaf til með að koma aftur. ;)

Til Birnu veitingahússtýru:
Þökkum kaffi, kökur og stúss
Og kímnina er höfðum af gaman.
Fljótt sjáumst aftur yfir kaffi-sjúss
Að sjálfsögðu öll þá saman.

Þó söknuður grípi þig svolitla stund
þá skaltu vita við hittumst senn.
Þá fjögur við höldum vor fagnaðarfund
Í friði sem kurteisir menn.

Elsku Birna, kærustu þakkir fyrir okkur! Sjáumst fljótt.

Bestu kveðjur til Grímsa,
Hrannsla og Hallini.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæl mín kæra,,,, takk fyrir boðið á síðuna,, vonandi gekk vel í prófi í morgun... sé þig kannski á morgun mín fagra og sárt saknaða.....

11 ágúst, 2006 15:48  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim