þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Komin heim í borgina.

Þið gætuð aldrei trúað hve gott mér þótti að koma í rúmið mitt. Það var hreinn unaður. mmm...

Við erum sem sagt komin heim. Það er svo sem ágætt, en sakna ég þó ferska sveitaloftsins og að vakna upp við fuglasöng og lækjarnið.
En eftir vetur kemur aftur vor og þegar sól hækkar á lofti á ný eftir vetrarskuggana, þá förum við aftur í sveitina. :)

En nú er ég bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur. Hafliði er byrjaður að vinna, en ég sækji stundaskrána mína á föstudaginn ásamt völdum hópi góðra kvenna (Kristrúnu og Björk).

Ég heyrði í Birnu í gær og var elskulegi Grímur hennar að koma í land í gærkveldi. Ég reyndi svo aftur að hringja í hana í hádeginu í dag, en fékk ekkert svar. Hmm... hvað ætli þau hafi verið af sér að gera? ;) Bara smá jókur.

Í gær fór rafmagnið af helming íbúðarinnar sem við leigjum og ég hélt að kerlingin á neðri hæðinni yrði vitlaus yfir því að hafa ekki sjónvarp. Loftnetstengingin er nefnilega tengd við rafmagn hjá okkur og akkúrat þann hluta sem rafmagnið fór af.
Kannski ætti ég að rukka hana um loftnetsrafmagn?

En allt komst í lag í dag. Hjörtur frændi reddaði því. Takk Hjörtur, enn og aftur.

Jæja, við sjáumst síðar.

Hrannsla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim