Nóvember lokið.
Jæja dyggu lesendur, þá er loksins komið að nýrri bloggfærslu frá mér. Þessi mánuður hefur út af fyrir sig verið nokkuð viðburðarríkur hjá okkur.
Þann 10. nóvember síðastliðinn gengu Siggi frændi minn og Helen hans, í hjónaband. (Ég setti hér mynd af þeim til gamans). Athöfnin var ægi fögur, sem og voru þau bæði. Og ekki er annað að sjá og að heyra, en að allt gangi bara nokkuð vel hjá þeim skötuhjúum eftir að þau urðu eitt. :-)
Frænka mín og frændi, sem deila íbúð, buðu okkur í mat á dögunum. Þar var ekta jólastemmning. Hamborgarahryggur, brúnaðar mellur, malt og appelsín, rauðkál og alles. Frændi minn var að fara til útlanda í rúman mánuð og ákváðu þetta frændfólk mitt að hafa íslenskan jólamat sunnudeginum áður en hann fór, og okkur hjúunum var boðið. Við vorum ekkert smá ánægð með það! En því miður þurftum við að fara snemma heim úr boðinu vegna tannpínu. :-( En góður var bæði maturinn og félagsskapurinn. :-)
Þremur dögum eftir þessi veisluhöld var okkur svo boðið á jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum. Mmm... Það var æðislegt. Reyndar át ég svo mikið að ég er búin að vera hálf aum í mallakútnum upp á síðkastið. hehe... En það lagast vonandi fyrir jól.
Jól! Það eru að koma jól. Ég veit um duglegt fólk sem er búið að skreyta og versla allt fyrir jólin. En það fólk er ekki ég - svo mikið er víst! Aðeins tuttugu og fjórir dagar til jóla og við höfum einungis verslað fjórar jólagjafir. Þetta er reyndar nýtt í mínu lífi, þar sem ég hef alltaf verið fremur snemma í öllu jólastússi. Ástæða fyrir þessu er leti og ekkert annað en leti. Jú, reyndar er líka því um að kenna að við þurfum iðnaðarryksjúgu til að ryksjúga háaloftið. Það er fremur slæmt mál að okkar eigin suga dugar ekki. Það er svaðalegur sandur þarna uppi eftir allar framkvæmdirnar. Þannig að aukaherbergið okkar er ennþá "geymsla", og þar er jóladótið okkar í augnablikinu og hefur verið síðustu mánuði. Ég er hreinlega að verða vitlaus á þessu.
Jæja, en nóg um það. :-) Við erum að fara í leikhús í kvöld og á morgun (sunnudag) er jólahófið hjá móðurfjölskyldunni minni. Svo er bíóferð á áætlun fljótlega með foreldrum mínum og próf í næstu viku. Það er sem sagt nóg á döfinni fram undan hjá okkur.
Hagkaup hefur opnað nýja verslun í Holtagörðum. Við skruppum í Bónus þar í dag og kíktum í Hagkaup í leiðinni. Ég er ekki frá því að verðið í Bónus hafi hækkað við þetta tækifæri. Og nema að þið séuð hrifin af stórmörkuðum, þá mæli ég engan vegin með þessu Hagkaupi. Eða kannski var það bara ég í dag, en mér fannst þetta TOO MUCH og við flýttum okkur út. Það er auðvelt að villast þarna inni. Ísland er að verða að lítilli Ameríku og ég er ekki hrifin.
Annað er nú ekki að frétta í bili. Nema kannski að við lentum í smá árekstri í kvöld og ástæðan fyrir því að ég er vakandi núna er hausverkur dauðans...
Næsta færsla verður ábyggilega jólalegri og jákvæðari. ;-)
Í nóvember mánuði voru nokkur afmæli sem mig langar að nefna: Guðrún varð sex ára þann tuttugasta og fjórða, Birna varð tuttugu og fimm ára þann tuttugasta og sjötta, og Inga mín varð tuttugu og átta ára þann tuttugasta og sjöunda. TIL HAMINGJU STELPUR!!! :-)
Bestu kveðjur í bili og fariði endilega varlega!
Þann 10. nóvember síðastliðinn gengu Siggi frændi minn og Helen hans, í hjónaband. (Ég setti hér mynd af þeim til gamans). Athöfnin var ægi fögur, sem og voru þau bæði. Og ekki er annað að sjá og að heyra, en að allt gangi bara nokkuð vel hjá þeim skötuhjúum eftir að þau urðu eitt. :-)
Frænka mín og frændi, sem deila íbúð, buðu okkur í mat á dögunum. Þar var ekta jólastemmning. Hamborgarahryggur, brúnaðar mellur, malt og appelsín, rauðkál og alles. Frændi minn var að fara til útlanda í rúman mánuð og ákváðu þetta frændfólk mitt að hafa íslenskan jólamat sunnudeginum áður en hann fór, og okkur hjúunum var boðið. Við vorum ekkert smá ánægð með það! En því miður þurftum við að fara snemma heim úr boðinu vegna tannpínu. :-( En góður var bæði maturinn og félagsskapurinn. :-)
Þremur dögum eftir þessi veisluhöld var okkur svo boðið á jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum. Mmm... Það var æðislegt. Reyndar át ég svo mikið að ég er búin að vera hálf aum í mallakútnum upp á síðkastið. hehe... En það lagast vonandi fyrir jól.
Jól! Það eru að koma jól. Ég veit um duglegt fólk sem er búið að skreyta og versla allt fyrir jólin. En það fólk er ekki ég - svo mikið er víst! Aðeins tuttugu og fjórir dagar til jóla og við höfum einungis verslað fjórar jólagjafir. Þetta er reyndar nýtt í mínu lífi, þar sem ég hef alltaf verið fremur snemma í öllu jólastússi. Ástæða fyrir þessu er leti og ekkert annað en leti. Jú, reyndar er líka því um að kenna að við þurfum iðnaðarryksjúgu til að ryksjúga háaloftið. Það er fremur slæmt mál að okkar eigin suga dugar ekki. Það er svaðalegur sandur þarna uppi eftir allar framkvæmdirnar. Þannig að aukaherbergið okkar er ennþá "geymsla", og þar er jóladótið okkar í augnablikinu og hefur verið síðustu mánuði. Ég er hreinlega að verða vitlaus á þessu.
Jæja, en nóg um það. :-) Við erum að fara í leikhús í kvöld og á morgun (sunnudag) er jólahófið hjá móðurfjölskyldunni minni. Svo er bíóferð á áætlun fljótlega með foreldrum mínum og próf í næstu viku. Það er sem sagt nóg á döfinni fram undan hjá okkur.
Hagkaup hefur opnað nýja verslun í Holtagörðum. Við skruppum í Bónus þar í dag og kíktum í Hagkaup í leiðinni. Ég er ekki frá því að verðið í Bónus hafi hækkað við þetta tækifæri. Og nema að þið séuð hrifin af stórmörkuðum, þá mæli ég engan vegin með þessu Hagkaupi. Eða kannski var það bara ég í dag, en mér fannst þetta TOO MUCH og við flýttum okkur út. Það er auðvelt að villast þarna inni. Ísland er að verða að lítilli Ameríku og ég er ekki hrifin.
Annað er nú ekki að frétta í bili. Nema kannski að við lentum í smá árekstri í kvöld og ástæðan fyrir því að ég er vakandi núna er hausverkur dauðans...
Næsta færsla verður ábyggilega jólalegri og jákvæðari. ;-)
Í nóvember mánuði voru nokkur afmæli sem mig langar að nefna: Guðrún varð sex ára þann tuttugasta og fjórða, Birna varð tuttugu og fimm ára þann tuttugasta og sjötta, og Inga mín varð tuttugu og átta ára þann tuttugasta og sjöunda. TIL HAMINGJU STELPUR!!! :-)
Bestu kveðjur í bili og fariði endilega varlega!
Ekki gleyma mér... ;-)
Hrannsla.
Hrannsla.
9 Ummæli:
Veivvvveieieie, loksins ný færsla.
Það hefur greinilega verið nóg að gera hjá ykkur og verður örugglega áfram ha ha ha
Gangi þér vel í prófunum dúllan mín
kv mamma
biddu, biddu hvað er þessi mynd gömul, ertu búin að breytast svona mikið??????kv. Björk :)
Hehe...
Nei, þetta er alveg ný mynd.
Kv.
Hrannsla
Jess, ný færsla. Takk fyrir afmæliskveðjuna :o) Mikið finnst mér gaman að sjá svona skvísu mynd af þér, þú átt að gera miklu meira af því að punta þig svona því þú hefur svo margt flott að bera...
Knús til þín dúlla og bið að heilsa í bili.
Kv, Inga
sko..... ég var nú bara hrædd þegar ég sá þessa mynd ,, fannst þú svo grimm ,,,, :( eins og þú ert nú ljúf,,, en þegar það er mikið að gera er kannski eins gott að taka á þessu af hörku :) en allavega þr fyrir utan ,,,, styttist í jólin ,,, og ég er næstum búin að öllu ,,, en hafðu það nú gott ljúfan og láttu þér batna.
og þetta var ég Kristrún :)
Hæ frænka ;)
Kíki oft hingað..
..er bara ekki nógu dugleg við að kvitta :)
Langt síðan ég hef séð þig..
Knús á þig;*
Kv. Svala frænka ;*
Og núna er kominn tími á nýtt (jóla?)blogg fyrir dygga lesendahópinn þinn :o)
Kv, Inga
nóvember er lokið og desember líka!! hvað er í gangi?? Eða réttara sagt er ekkert í gangi????????????????
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim