laugardagur, ágúst 25, 2007

Sumarfríið á enda. UPPDEIT :-)

Jæja, þá er sumarfríið á enda og við komin heim í sæluna. Við tekur það sama og hjá flestum, vinna (eða skóli), éta, sofa, skíta og allt þar fram eftir götunum. :-) Förum ekkert nánar út í það!


Sumarið hefur verið viðburðarríkt og höfum við fengið að prufa alls konar veður, ekta íslenskt. Alveg frá tuttugu stiga hita, logni og sól, til þrumuveðurs með alveg hreint úrhellis rigningu, eldingum og þrumum. Enda fór það svo að við rigndum út úr tjaldinu eina nótt og nokkrum nóttum síðar fukum við úr því.



Við fórum vestur aftur eftir þetta gullfallega brúðkaup hjá Elínu frænku og Gabríel hennar. Við dvöldum þar fram að miðvikudeginum eftir Verslunarmannahelgina, en þá lá leið okkar norður til Dalvíkur.















Þessi mynd er tekin við bæinn Haukaberg á Barðaströndinni, þangað fórum við stöllur: Mamma, Birna og ég, ríðandi á fákum okkar sem víkingar til að ræna fólki. (Ja, við sátum í kerrunni aftan í bílnum hjá pabba og sóttum krakkana sem stödd voru á Haukabergi og fórum með þau í kerrunni niður á Rif þar sem brennan var).


Kveikt var í brennunni niðri á Rifi (Strandrif neðan við sveitina) og skotið upp flugeldum. Allar brennur verður víst að tilkynna, svo að mamma lét lögregluna vita. En ég á aldrei eftir að gleyma því að hún sagði að þetta yrði smá brenna, og var þetta líklegast sú allra stæðsta til þessa. :-) Varð að láta þetta koma með. En alla vega var óskaplega gaman í sveitinni. Við plöntuðum líka 85 plöntum niður og vonum að þær komist "til manns", greyin. Mér þótti þó afar leiðinlegt að hitta ekki Evu frænku meira en þessar 10 mínútur. Hún bætti úr því þegar að hún kom suður og heimsótti mig. :-)



Eftir sveitaferðalagið fórum við eins og fram kom áðan, norður til Dalvíkur. Þar gæddum við okkur á gómsætum fiski á Fiskidaginn mikla. Það var eiginlega aðeins of gaman hjá mér á föstudagskvöldið þá helgi og ætla ég ekkert að vera að hafa hana hér eftir.

Tjaldstæðin voru gersamlega stöppuð. Þegar "bróðir" Hjörtur og sætan hans, Bergdís komu, ásamt fylgdarfólki sínu, voru þau svo heppin að fá að vera með fellihýsin sín í bakgarðinum hjá Boggu mágkonu. Enda var fólk byrjað að leggja híbýlum sínum næstum því á göturnar - svo margt var um manninn. :-)


Síðan að við komum heim, 13. ágúst, hefur Hafliði verið að vinna mikið og ég verið að reyna að þvo þvott og þrífa, ásamt annars konar stússi. Reyndar kom Bogga mágkona og Guðrún sæta skott til okkar þann 15. og voru hér yfir Menningarnóttina. Þær fóru svo í vikunni á eftir. *Það sem sú stutta skemmti sér á tónleikunum á Laugardalsvellinum - það var ekkert smá gaman að sjá það*.


Við fórum á fimmtudaginn var í Leikhús með fullt af góðu fólki. Þar sáum við Ladda 6-tugann og skemmtum okkur príðilega! Þannig ef að þið eruð að spá í að fara í leikhús og á eitthvað sem að kítlar hláturtaugarnar, þá mæli ég með þessari sýningu!


Í gær fórum við í bíó og sáum þar nýjustu myndina um Jason Bourne. Þetta er sú síðasta af þremur. Þannig að nú höfum við séð þær allar í bíó. Ekkert smá stolt!!! ;-) Það er reyndar ein mynd sem mig geggjað langar að sjá áður en hún hættir í bíó, og það er Harry Potter. En sú mynd er á áætlun í komandi viku.


Í dag vorum við hjónin í því að þrífa svefnherbergið (því að þar sefur fólk nú oftast og þar verður að vera hreint), ;-) þvo þvott og vera lasin. Jújú, þið lásuð rétt, lasin einu sinni, einu sinni enn. Ég er að bilast á þessu. Kvef, hálsbólga og hiti. Hlakka svo til þegar að þessari aðgerð verður lokið. Arrrgggg...


Ég hef ekki verið dugleg að ganga upp á síðkastið vegna fótanna minna, en þó hef ég farið með Unni, Ingu og sætu Emilíu hennar smá rúnt og svo Unni minni einu sinni.


Að lokum eru nokkrar myndir í boði frá Dalvík:















Bogga mágkona með fiskinn sinn. SÆT???
Öll hús á Dalvík fengu svona fisk til að skreyta fyrir Fiskidaginn og heppnaðist það mörgum vel.















Sæt sistkyn, en afar ólík. Bogga og Hafliði við vináttukeðjuna á föstudaginn fyrir Fiskidaginn.















"Systir" Sædís og "bróðir" Hjörtur sem lopapeysugengið á föstudagskvöldinu.
















Við Elín frænka í fellihýsinu hjá Bergdísi og "bróður" Hirti.





Hvað ætli sé í gangi þarna???
Ég efast um að blaðran eigi að tákna rúllupylsu. ;-)




Bogga og Bergdís.



















Gabríel hennar Elínar, til í djammið. Hvítklæddur með hvítvínskassann góða.





Jæja elskurnar, meira var það eigi að sinni. Hafið það gott þar til næst!

Kveðjur,
Hrannsla.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast, frábærar myndir hjá þér. En af hverju BRÓÐIR HJÖRTUR??
Láttu þér batna
kv. mamma

30 ágúst, 2007 09:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú þegar að maður elst upp við: Hjörtur bróðir... ;-) Ég víxlaði þessu bara við og sagði bróðir Hjörtur. :-)

30 ágúst, 2007 18:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kvitti kvitt, er orðin svo kröfuhörð á nýtt blogg að ég er alltaf að gá :o)
Kv, Inga

31 ágúst, 2007 19:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehe... Það er gaman að sjá að einhver fylgjist með. :)

31 ágúst, 2007 20:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim