föstudagur, október 26, 2007

Hugleiðingar um vináttu...

Ingveldur og Unnur Helga, vinkonur mínar. :-)

Sælt veri fólkið, það er að segja ef að einhver les þetta. :-)
Ég er búin að vera að velta því fyrir mér um tíma hvað vinir væru mikilvægir og hvernig ég gæti haldið sem fastast í þá fáu vini sem ég á. Lengi vel hélt ég að ég ætti heilt vagnhlass af vinum. En komst svo að því að greinamunur er á vinum og kunningjum.




Kunningjar eru fólk sem ég þekkji að nokkru leiti, en hef lítið sem ekkert samband við. Kunningjar mínir eru þó nokkuð margir og þykjir mér afskaplega vænt um það fólk. Vinir hins vegar er það fólk sem að ég leita eftir að hafa samband við.

Ég er mjög rík. Ég á fáa, en afskaplega góða vini. Vinir mínir eru allir yndislegt fólk, hver á sinn hátt og allir eru þeir afar ólíkir persónuleikar. En allir eiga þeir það sameiginlegt að ég get alltaf leitað til þeirra ef eitthvað bjátar á. Þeir hlægja með mér, en ekki að mér. Þeir tala allir við mig sem jafningja, þó að ég sé kannski ekki alveg eins gáfuð og þeir. :-) Þeir gefa mér von í myrkrinu og hugga mig ef að sorg ber að. Þess konar fólk kalla ég vini mína!

Sumir vinir mínir eru afskaplega duglegir að hafa samband og búa til tíma til að bjóða mér í kaffi. Aðra hitti ég sjaldan, en þeir eru samt sem áður það fólk sem mér þykjir hvað vænst um. Ég er svo stolt að geta kallað allt þetta ólíka fólk vini mína!

Ég setti hér fyrir ofan mynd af tvemur góðum vinkonum mínum, sem ég er afar stolt af. Þær eru mjög ólíkar persónur, en alveg yndislegar báðar. Stundum langar mig að hringja í þær og segja þeim að mér þykji virkilega vænt um þær og hversu mikils virði þær eru mér í lífinu, en þori það ekki. Ég er dálítið hrædd um að þær haldi að ég sé að verða geðveik. ;-)


Ég á hérna þrjár litlar vísur um vini! :-) Sem ég ætla reyndar að semja núna. ;-) Hehe...


Hvort veistu að þú átt vin í raun
Vinur þig huggar er þú grætur
Sú vinátta þér veitir hamingjulaun
Og vill alltaf hafa á þér gætur
---
Sá er vinur sem treystir þér líka
Þó sífellt regn strái tárum
Heppin að hafa vináttu slíka
Hönd vinarins gerir að sárum
---
Líf án vina er vonlaus braut
Þá verður hugsunin lin
Vinnst með vini hver einasta þraut
Veglegt að eiga þann vin



Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst öllum mínum vinum. Án vina minna, væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Vinátta er mikils virði og ég ber virðingu fyrir góðri vináttu. Bestu vinir mínir leita til mín ef eitthvað er að og ég reyni að að vera þeim jafn góður vinur og þeir eru mér. Ég vona að ég standi undir því.




Bestu kveðjur í bili,


Hrannsla.





P.S. Mér er batnað steinavesenið, en bakið að drepa mig enn eina ferðina. Svo að ef að þetta blogg virðist hálf furðulegt, þá er það svefnleysið... Alls ekki það að ég sé eitthvað rugluð. ;-)

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já það er mikill munur á vinum og kunningjum. En þú ert svo ekkert smá
heppin að eiga þessar tvær að vinum og svo alla hina líka. Svo er maður alltaf á lífsleiðinni að eignast nýja vini sem koma til viðbótar þessum GÖMLU GÓÐU.
Lov jú
m+p

26 október, 2007 21:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

sumir koma aðrir fara, maður einmitt veit þetta með vinina er að þeir eru vinir þegar þeir halda áfram að eiga samskipti þegar líf manns breytist, og eru bara ánægðir að heyra í manni þó langt sé um liðið því þeir vita að stundum gegnur annað fyrir en vinirnir, en það er það sem gerir þá að vinum þeir eru til staðar þegar maður þarf á þeim að halda og eru ekki skælandi þegar maður hefur ekki tíma. enn vinir eru alltaf bestir og sem betur fer ólíkir.

28 október, 2007 22:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert svo góð sál og þykir svo vænt um alla, að það er ekki annað hægt en að þykja vænt um þig. Þú átt að hugsa meira um sjálfa þig en aðra því það eru mjög margir sem tæma þig í orðsins fyllstu og þú átt oft ekkert fyrir sjálfa þig, keyrir þig út á síðustu bensíngufunum. Ég er alveg sammála þér með vini vs kunningja. Mikill munur þar á milli.

Knús til þín,
Inga

p.s Fín mynd sem tekin var af algjörum snillingi...þykir alveg ógurlega vænt um ykkur allar tvær líka og skammast mín ekkert fyrir að segja það ;-)

29 október, 2007 00:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa Inga!!!

Raunverulegir vinir eiga að skilja hvenær þörf er á smá eigingirni...

Stundum verður maður hreinlega að setja sjálfan sig í fyrsta sætið... og í staðinn verður maður betri "vinur"

- ahh.. veit ekkert hvort að ég er ao koma skilaboðunum á framfæri eða bara að snúa út úr :) hehe... Sædís... þú skilur mig vonandi!!!

kv. Unnur

30 október, 2007 22:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kommentin skvísur. Það er alltaf gott að sjá að vinir manns hugsa til manns.

Bestustu kveðjur, knús og meira knús.

Hrannsla.

31 október, 2007 23:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim