þriðjudagur, júní 12, 2007

Sumarið loksins komið???



Hún er nú fremur óskýr þessi mynd, en hún er af tvemur góðum vinkonum mínum. :-) Þeim Kristrúnu (Dökkhærð) og Björk (Ljóshærð). Ég er afar stolt af þeim báðum, þar sem önnur er á leið í nám til Danmerkur og hin er komin með góða vinnu, auk þess að vera með barn og mann. Lov jú görls!!!

En það er nú bara þannig að engar fréttir eru betri en slæmar og er núna ekki mikið að frétta hjá okkur (Svona eins og svo oft áður). ;-)

En ég fór nú á smá djamm með henni Björk og unum við okkur vel með bjór í hönd. Kristrún rétt rak nefið aðeins inn á okkur og spjallaði aðeins yfir smá smók. Það var bara gaman! Áætlunin var að kíkja síðan eitthvert út - en það klikkaði og er ég bara nokkuð fegin með það, þar sem að við höfðum það bara mjög gott tvær saman stöllurnar.

Unnur mín er komin heim til landsins og núna síðustu daga höfum við verið að fá okkur göngur í blíðunni. Það hefur verið svakalega gott og afar yndælt. Við erum búnar að ganga aðeins um Elliðaárdalinn og Laugardalinn. :-) Á morgun er förinni heitið á Heiðmörk - krossa putta um að það verði gott veður. ;-)

Það er búið að vera svo gott veður undanfarið og skapið auðvita eftir því. Svo fer að styttast í það að sautjándi júní komi og þá verður stuð. Bogga og Guðrún ætla að vera hjá okkur yfir þá helgi sem og litla sæta Kristín María, frænka mín. Ég elska þessi litlu frændsystkin mín öll! Þau eru svo æðisleg!!! :-)

Það var einmitt eitt barn að bætast við í hópinn. Óli frændi minn og hans heitt elskaða eignuðust annan son sinn á dögunum. Ég hef nú reyndar bara séð myndir af drengnum og er hann voða sætur, enda ekki langt fyrir hann að sækja það. :-) Svo eru auk þessa tveggja drengja sem fæðst hafa á þessu ári, tvö á leiðinni í fjölskyldunni. :-) Þannig að fjölgunin í ættinni er gífurleg um þessar mundir og efast ég ekki um að þau gömlu (amma og afi) brosa sínu breiðasta núna, þar sem þau eru.

Mér finnst reyndar hálf ósanngjarnt hvað ég á það gott um þessar mundir, meðan að vinir mínir ganga í gegnum ansi erfitt tímabil - en við vonum að það sé á enda komið. En ef ykkur (Þið vitið hver þið eruð) vantar einhverja aðstoð - þá er bara að hringja og við gerum hvað við getum. Engin bón er of stór!!! Við erum til staðar!

Jæja, þá kalla ég þetta gott í bili. Bestu kveðjur til ykkar allra - knús og kossar,

Hrannsla.

P.S. Mamma á afmæli þann sextánda þessa mánaðar - einhver hugmynd um gjöf sem ég get gefið henni???

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

sko þú gætir náttúrulega komið í blómaval og keypt gasalega flotta skreytingu handa henni :) blóm og dót :)

Annars hitti ég hann bróður þinn á dögunum og rétt rak augun í Unni en náði ekki að heylsa henni, en hann bróðir þinn bað að heylsa ef ég yrði á undan að heyra ég þér :)

gleðilega bráðlega þjóðhátíð

15 júní, 2007 21:15  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim