fimmtudagur, ágúst 17, 2006

RVK

Nú styttist í að skólinn fari að byrja aftur. Mikið hlakka ég til að hafa eitthvað alminnilegt að gera. Veturnir eru kærkomnir, sérstaklega ef maður er svona aumingji eins og ég. ;)

Ég er ekki alveg viss hvernig veturinn æa eftir að koma út, bæði andlega og fjárhagslega. Þeir hjá TR eru alltaf svo svifaseinir. En vonandi reddast þetta.

En á léttari nótunum, þá er allt gott að frétta. Mikil leti í mér þessa dagana og í augnablikinu sit ég á kaffihúsi í Kringlunni. Það er ágætt að koma hér og hér er heitur reitur fyrir tölvur. :)

Menningarnótt er framundan og læt ég vita hvarnig var síðar og hvernig blessaða stundarskráin mín kemur til með að líta út.

Jæja, vonandi að þið hafið það gott.

Hrannsla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim