sunnudagur, febrúar 18, 2007

Ný þvottavél, flensa og Eiki Hauks.

Sæl aftur elskurnar mínar.

Meðfylgjandi mynd er ekki af geimskipi eða nokkurs konar utangeimstæki, heldur er hún af nýju þvottavélinni minni sem er 1600 snúninga og tekur 7,5 kg. Ég er, eins og við er að búast, ekkert lítið stolt af henni. Er þetta í fyrsta skiptið á ævi minni sem ég eignast svona nýja þvottavél og sést "móður-þvottavéla-stoltið" langar leiðir. ;-) Það er alveg yndislegt að vera komin með þvottavél heima hjá sér á ný. Vil ég þó koma á framfæri innilegum þökkum til foreldra minna og Kristrúnar vinkonu, fyrir að leyfa mér að henda þvotti í þvottavélar þeirra á meðan við vorum þvottavélalaus! Takk-Takk-Takk!!!


Hér, á þessu heimili, hefur flensan átt stóran sess í lífi okkar síðustu vikur og rænan verið ansi tæp á köflum. En ég er að verða fullfrísk og kallinn líka. :-)
Maður furðar sig á því hvað það er gott að geta komist út fyrir hússins dyr og séð eitthvað annað en íbúðina sem maður býr í (ekki það að útsýnið sé eitthvað slæmt).
Elskuleg móðir mín hefur verið ansi dugleg að koma til okkar með hóstasaft og styrkjandi vítamín. Hún flakkaði á milli okkar heimilis og síns eigin, færandi fórnir á sinn eigin líkama svo okkur hinum liði betur og færum við þakkir fyrir það. Takk mamma mín. Ég elska þig!


Nú, í sambandi við Evróvísjon! Hmm... Eiríkur "rauði" að fara til Helsinki fyrir okkar hönd. Hvernig líst ykkur nú á það? Mér persónulega líst vel á það. Það er þó skondið að við sendum elsta manninn sem tók þátt í ár. En hann hefur mikla reynslu og er stuðhundur. Hann hefur meira að segja reynslu af að keppa fyrir tvö lönd, þó bara annað í einu. Kannski er það rauða hárið sem gerir hann svona ómótstæðilegann??? En alla vega - Til hamingju Ísland!
Nú krossar maður bara puttana og vonar að "Sylvía" hafi ekki eyðilagt allar framtíðaráætlanir okkar Íslendinga um að komast upp úr forkeppninni. Það væri synd.

Jæja elskurnar mínar, ég vona það svo innilega að þið eigið góðar stundir í náinni framtíð.

Hrannsla.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Lítið að þakka fyrir þvottinn............ en mr Redhead Hauksson ,,, mikið er ég ánægð með hann ,,, hann vinnur þetta allt saman , af því að allir sem haf aeitthvað vit á júróvissjón vita hver hann er :) hafið það gott sköruhjú

19 febrúar, 2007 00:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Æiii.... þú hrærðir mitt hrjáða hjarta :) en takk takk elsku Sædís mín. Og til lukku með Dómhildi hún á sko eftir að standa sig vel í baráttunni. Kannski væri bara réttast að skella Eika í hana áður en hann tekur þátt til að "eika"það í júró..
Sí jú
mamma

19 febrúar, 2007 12:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað með mig??? Ekkert minnst á mig og Hafliða við sem áttum þó þátt í að koma að neðri hluta Dómhildar í rétt lag!!! Þetta var skelfilegur dagur en Dómhildur skartar sínu fegursta að neðan,háfætt, gleiðfætt og góð!!!
Kveðja
Pabbi

19 febrúar, 2007 12:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til lukku með fallega geimfarið þitt og megi það færa þig á hinar undurfögru og ókönnuðu svæði tandurhreins þvottar.
Hreinlætiskveðja
Björk

19 febrúar, 2007 21:53  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim