Gleðilegt nýtt ár!
Ótrúlegt, það er komið nýtt ár. Það kom bara nýr dagur og með honum nýtt ár. Er ekki tíminn furðulegt fyrirbæri?
Ég vil nú byrja á því að biðjast afsökunar á seinleika mínum við skrifin og lofa að bæta úr því!;-) Kannski er það ekki beint nýársheit, en samt svona á ská allavega. Mig langar furðu mikið að vita hvort einhver hafi gert slíkt heit um áramótin. Ætli það verði ekki bara könnun mín núna og svör geta borist á commentin!
Nýtt ár og ný tækifæri til að klúðra, er það ekki? Ég hef til dæmis ákveðið að klúðra árinu í sund og hvers konar skapofsa sem fylgjir því að hætta að reykja. ;-) (það er nú dálítil hræsni í mér að skrifa þetta og fá mér svo smók).
Jæja, en við erum sem sagt komin heil heilsu til Reykjavíkur eftir tíu daga dvöl norður á Dalvík um jól og áramót. Okkur fannst mjög gaman að hitta alla, gamla og unga. Það er samt eins og alltaf að hún litla Guðrúnin okkar (systurdóttir Hafliða míns) stal senunni hjá okkur. Hún er algjör rúska! Við hittum margt fólk sem við höfum ekki hitt í rúmt ár og olli það mörgum brosum og hlátrarsköllum.
En þar sem við erum nú komin til mannheima, ætla ég að láta þetta nægja í dag með því að segja til hamingju með nýja árið og vona að þið hafið haft það sem allra best yfir jólahátíðina.
Sjáumst fljótt aftur,
Hrannsla.
Ég vil nú byrja á því að biðjast afsökunar á seinleika mínum við skrifin og lofa að bæta úr því!;-) Kannski er það ekki beint nýársheit, en samt svona á ská allavega. Mig langar furðu mikið að vita hvort einhver hafi gert slíkt heit um áramótin. Ætli það verði ekki bara könnun mín núna og svör geta borist á commentin!
Nýtt ár og ný tækifæri til að klúðra, er það ekki? Ég hef til dæmis ákveðið að klúðra árinu í sund og hvers konar skapofsa sem fylgjir því að hætta að reykja. ;-) (það er nú dálítil hræsni í mér að skrifa þetta og fá mér svo smók).
Jæja, en við erum sem sagt komin heil heilsu til Reykjavíkur eftir tíu daga dvöl norður á Dalvík um jól og áramót. Okkur fannst mjög gaman að hitta alla, gamla og unga. Það er samt eins og alltaf að hún litla Guðrúnin okkar (systurdóttir Hafliða míns) stal senunni hjá okkur. Hún er algjör rúska! Við hittum margt fólk sem við höfum ekki hitt í rúmt ár og olli það mörgum brosum og hlátrarsköllum.
En þar sem við erum nú komin til mannheima, ætla ég að láta þetta nægja í dag með því að segja til hamingju með nýja árið og vona að þið hafið haft það sem allra best yfir jólahátíðina.
Sjáumst fljótt aftur,
Hrannsla.
1 Ummæli:
nýársheit , þau sömu og síðustu 10 ár ,,, hætta að reykja, hreifa sig meira, fá sléttan hot maga,,fara í geggjaða klippingu,, kaupa hitt og þetta sem vantar svo nauðsynlega ,,,,, og já toppa tilveruna eins og hún leggur sig :) ha ha aha h ég að strengja nýársheit !!!!! hafðið það gott dúfurnar mínar :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim