sunnudagur, janúar 14, 2007

Oj... Litt....

Guðrún Jóhanna, litla skvísa!

Komiði sæl tryggu lesendur!

Þessi mynd er tekin á jóladag í húsum tengdarforeldra minna. Ég bað móður hennar um leyfi til að setja þessa mynd hér inn og gaf hún mér það greiðlega og færi ég hér með þakkir fyrir.
Þessi litla sæta stúlka er sem sagt Guðrún litla, systurdóttir mannsins míns og augasteinn allra þeirra sem fengið hafa þann heiður að kynnast henni! Hún er engillinn okkar og örugglega margra annara. :-)


Það er ekki laust við að maður sé eitthvað hálf slappur í maganum í dag. :-) Við nefnilega fórum í leikhús í gærkveldi, með eðal fólki (þ.e.a.s. Foreldrum mínum og tengdarmóður). Þótti okkur ferðin afar vel heppnuð, því að öll höfðum við gaman og allir skemmtu sér vel. Við sáum "Viltu finna milljón". Mæli sérstaklega með því leikriti fyrir þá sem eiga erfitt með að höndla skammdegistímann á Íslandi-Svona aðeins til að létta undir og kítla hláturtaugarnar. Einnigrir verð ég að segja að ég mæli með leikritinu fyrir harðgera fýlupúka sem ekkert sjá nema rassgatið á sjálfum sér og eru niðursokknir í sjálfsvorkunn! (Hmm... hljómar eins og lýsingin á einhverjum sem ég kannast við - jors trúlý! ;-)
Það eina sem skyggir á leikhúsferð þessa er allur þessi vindur sem er óhjákvæmilegur í dag vegna óviðráðanlegs tópasáts í gærkveldi. En tíminn læknar öll sár og efast ég ekki um að svo mun tíminn líka gera fyrir sára magavöðva, endaþarmskrampa og gas með lykt. (Nú myndu sumir segja: Prumpa... Oj, litt)!

Jæa blíða fólk, ég kem til með að deila fleiru með ykkur seinna og hlakka mikið til. :)

Bestu kveðjur til ykkar þar sem þið eruð nú á þessari stundu,
Hrannsla.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Vorum að koma af Hernum, og beint í að lesa(fengum sms):)
Gott að þú ert búin að átta þið á þessu með tópasið!!!
Björn Tómas og Miriam og allir báðu að heilsa.
Kv M+P

14 janúar, 2007 22:42  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim