Takk fyrir mig...
Einhvern veginn er ég að sjá það alltaf betur og betur hvað ég á góða að. Ég á frábæran mann sem stendur með mér í gegnum súrt og sætt, yndislega foreldra sem vilja gera allt til að létta birgðir mínar og hjálpa mér í gegnum næstum allt, ljúfa tengdarfjölskyldu, Meiriháttar frábærar frænkur og þá allra bestu vini í heimi.
Ég er kannski ekki duglegasta manneskja í heimi að hlúa að öllu fólkinu sem mér þykir vænt um, en innst inni veit ég að þið vitið öll hversu mikils virði þið eruð mér! Ég reyni mitt besta og stundum gengur vel í lífinu, en stundum ekki.
Það er einmitt á verstu tímunum í lífinu sem maður sér yfirleitt ekki hvursu heppin maður er að eiga svona góða að, en svo réttir einhver út hjálparhönd og maður heldur dauðahaldi í hana þar til allt hið slæma er yfirstaðið. Þá fyrst sér maður hvað maður á gott.
Undanfarna viku hefur líf mitt gengið til beggja hliða. Í dag var mér mikil aðstoð veitt bara með því að hafa "einhvern" hjá mér. Það þurfti ekki meira til en að halda í hönd mína og þrýsta aðeins á hana. Það var mjög gott að standa ekki ein. "Þar sem brotsjóar bylgjast í hrönnum er gott að hafa einhvern með sér".
Oftast nær ef ég þigg aðstoð frá einhverjum líður mér illa yfir að geta ekki gert hlutina sjálf. En ég er nú bara einu sinni þannig að Guði gerð að ég er mannleg og get ekki allt ein. En núna er ég farin að sjá að það er ekkert að því að biðja um hjálp og þiggja hana ef hún býðst. Ég held að það sé alla vega betra en að sökkva sér í þunglyndi og vilja ekkert gera.
Hún tengdarmóðir mín kemur suður í kvöld og ætla ég að reyna að taka sem allra best á móti henni, því hún er ein af þeim sem ég ber mikla virðingu fyrir og þykjir afar vænt um. Ég vona að móttökur mínar verði henni hlýlegar og að henni þykji gott að koma til okkar, þó að ástæða komu hennar sé leiðinleg. Óskið mér góðs gengis! :-)
Hrannsla.
P.S.
Sáuð þið halastjörnuna í morgun???
Ég er kannski ekki duglegasta manneskja í heimi að hlúa að öllu fólkinu sem mér þykir vænt um, en innst inni veit ég að þið vitið öll hversu mikils virði þið eruð mér! Ég reyni mitt besta og stundum gengur vel í lífinu, en stundum ekki.
Það er einmitt á verstu tímunum í lífinu sem maður sér yfirleitt ekki hvursu heppin maður er að eiga svona góða að, en svo réttir einhver út hjálparhönd og maður heldur dauðahaldi í hana þar til allt hið slæma er yfirstaðið. Þá fyrst sér maður hvað maður á gott.
Undanfarna viku hefur líf mitt gengið til beggja hliða. Í dag var mér mikil aðstoð veitt bara með því að hafa "einhvern" hjá mér. Það þurfti ekki meira til en að halda í hönd mína og þrýsta aðeins á hana. Það var mjög gott að standa ekki ein. "Þar sem brotsjóar bylgjast í hrönnum er gott að hafa einhvern með sér".
Oftast nær ef ég þigg aðstoð frá einhverjum líður mér illa yfir að geta ekki gert hlutina sjálf. En ég er nú bara einu sinni þannig að Guði gerð að ég er mannleg og get ekki allt ein. En núna er ég farin að sjá að það er ekkert að því að biðja um hjálp og þiggja hana ef hún býðst. Ég held að það sé alla vega betra en að sökkva sér í þunglyndi og vilja ekkert gera.
Hún tengdarmóðir mín kemur suður í kvöld og ætla ég að reyna að taka sem allra best á móti henni, því hún er ein af þeim sem ég ber mikla virðingu fyrir og þykjir afar vænt um. Ég vona að móttökur mínar verði henni hlýlegar og að henni þykji gott að koma til okkar, þó að ástæða komu hennar sé leiðinleg. Óskið mér góðs gengis! :-)
Hrannsla.
P.S.
Sáuð þið halastjörnuna í morgun???
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim