miðvikudagur, janúar 31, 2007

Tap fyrir dönum...

Sæl aftur allt fallega fólkið mitt!

Sáuð þið leikinn á móti dönum á HM í gær? Sko það er fyrst núna sem ég er gersamlega LOST, því ég er engan veginn að fatta hvernig þetta gat farið svona. Því miður fyrir okkur íslendingana. Eitt helv... mark! Fuss og sveiattan. En svona er það víst með leiki, maður veit aldrei fyrir fram hvernig þeir enda. Ég verð samt að segja, fyrir hönd íslenska landliðsins í handbolta, að þeir gáfu sig 110% fram í leikinn. Og ég er afskaplega stolt af þeim að hafa komist svona langt á heimsmeistaramótinu. (Maður má ekki gleyma að hrósa þeim fyrir góðan árangur!)

Myndin hér að ofan er af Sigga frænda mínum og dóttur hans að horfa á leikinn milli Íslands og Frakklands -að mig minnir-. Ákvað að setja hana inn, svona upp á funnið.

Dagurinn í dag er búinn að vera skelfilegur, drepast í mallakútnum mínum, með pípandi skitu. Ástandið er ekki gott! En ég er dugleg að drekka og maðurinn minn kom með hálfan líter af kóki fyrir mig. Ég er ánægð með það. :-) Ég var að íhuga að það væri leikurinn sem hefði þessi áhrif á mig, en þá ætti ég að sleppa því að horfa á leiki með íslenska landsliðinu og það get ég ekki - ELSKA ÞÁ!-. Kannski ég þyrfti uppáskrifað vottorð hjá þjálfaranum um að meiga ekki horfa á leiki, vegna heilsubrests daginn eftir, ef þeir tapa??? ;-) Nei bara smá djókur.


En, jæja, elskurnar mínar. Ég vona að ykkur heilsist vel og að þið njótið þess að vera til.

Bið að heilsa ykkur öllum -LOVE YOU ALL!!!!-

Hrannsla.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe.... nú er gaman að vera í Danaveldi... verð nú bara að viðurkenna að það næsta sem ég hef komist að fylgjast með boltanum er leikurinn á móti Þýskalandi sem við töpuðum... komst ekki hjá því að heyra úrslitin reglulega þar sem ég var á leið til Kaupmannahafnar með Iceland Express og staðan í leiknum var tilkynnt reglulega! hehe... svona er maður lélegur!

Skil ekki þetta 110% samt.... það er ekki hægt að gera meira en 100% ....gengur einfaldlega ekki upp!

kveðja frá Köben
Unnur Helga

31 janúar, 2007 18:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jújú Unnur mín. Eftir að leikurinn var búinn þá voru þeir búnir að gefa sig 100%, og svo var framlengt um 10 mín, og þá voru þeir búnir að gefa 110% af sér... ;-)

Sko, í rauninni var það tæplega 117%.

Kveðjur til Danmerkur,
Hrannsla.

31 janúar, 2007 18:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe.... svona röksemdafærsla virkar ekki ;)

En nóg um það...
bara að kvitta fyrir mig

kv. Unnur

06 febrúar, 2007 22:39  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim