Lítil skvísa í heimsókn...
Þessi litla skvísa, sem myndin er af, heitir Guðrún Jóhanna og er hún í heimsókn hjá okkur í nokkra daga. :-) Í dag fórum við út með sápukúlur og í góða gönguferð. Það var svaka gaman hjá okkur. :-) Guðrún hefur verið mér afar hjálpsöm. Hún hefur hjálpað mér við að þrífa, hengja þvott á snúruna, ganga frá hreinum þvotti og að ryksjúga. Hún er afar dugleg. En það er líka ágætt að geta hvílt sig aðeins á eftir. ;-)
Annars er nú óskaplega lítið títt. Ég læt ykkur vita hér, um leið og eitthvað spennandi gerist í mínu lífi. -Vonandi verður það fljótlega, því að mig vantar einhverja spennu í lífið.- ;-)
Bestustu kveðjur til ykkar allra elskurnar,
Hrannsla.
3 Ummæli:
bara nó að gera ... :) Það hefur orðið fjölgun í okkar fjölskyldu og ykkur velkomið að koma og skoða :)
Sæl Sædís mamma :)
Hehe sá líka engilinn á himninum, kom ágreiningur í vinnunni um hvort skýjin voru fallegur engill eða stæðilegur karlmanns.....;)
Halltu áfram að vera dugleg, vonandi hittumst við sem fyrst.
kv. Björk
Ég held að ég verði bara að kvitta fyrst að ég rakst svona óvænt á síðuna þína :)
kv. Sveindís og co :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim