mánudagur, febrúar 26, 2007

Þjóðlegur póker með vafasömu ívafi...







Eins og sjá má á myndinni, er ekki annað hægt að segja en að þjóðlegheitin hafi verið í fyrirrúmi síðustu daga og að maður eigi stórfurðulega vini og ættingja sem hjálpa manni a' búa til íslenska þjóðfánann úr spilapeningum. En allt er þetta frábært fólk sem ég ekki vildi missa. Sum uppátækin eru bara stórskemmtileg - þó furðuleg séu. En svona sem sagt endaði stórskemmtilegt pókerkvöld! Það var svaka stuð og er rétt frá því að segja að yngsti meðlimur spilenda vann spilið með tvennum.


Helgin gekk sem sagt vel með afburðaskemmtilegu fólki innanborðs (-já mamma og pabbi, þið eruð meðtalin-). Svo snýst þessi vika sem nú er rétt að byrja um vinnu, skóla og sjúkraþjálfun. Auk þessa er önnur þjálfun sem við komum bæði til með að stunda af herkju, en þeirri þjálfun verður ekki gerð betri skil hér - að sinni. ;-)


Jæja elskurnar mínar, ætli ekki sé best að koma sér að verki. Rykið og þvotturinn bíða ekki endalaust - einhver gæti séð um það fyrir mig - og það er ekki gott af missa af þessum tvem uppáhaldsverkefnum mínum í lífinu... ;-)
Veriði sæl að sinni,
Hrannsla.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Greinilega fjör hjá ykkur...
Til hamingju með nýju þvottavélina og litla frænda... er svolítið eftirá í commentum ;)
Mér líst vel á Eirík í Eurovision... hann var langbesti söngvarinn með flottasta lagið!!! algjör klassi! :)))))
kv. Unnur Helga

26 febrúar, 2007 18:56  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim