föstudagur, júní 01, 2007



Eins og sjá má á myndinni er garðurinn með fram húsinu sem við búum í alveg sundur grafinn. Það segir bara að framkvæmdargleði eigandanna er ekkert að minnka. ;-) Reyndar er málið ekki svona einfalt.

Það voru fengnir píparar til að skipta um rör í kjallaranum og áttu þeir að ganga vel frá, að sjálfsögðu. En það fór ekki betur en svo að þeir gengu ekkert frá eftir sig og gerðu gat á kaldavatnsrör, svo að nú er Orkuveitan búin að grafa fjórar djúpar holur í garðinn - aukalega við hina sem pípararnir grófu - og eina til á miðjum sjálfum veginum. Og hana nú!

Þessir dagar snúast voðalega mikið um að gera sem minnst, þar sem bakið mitt er molum og allt sem því fylgjir. *Æ, æ, og aumingja ég* En það kemur dagur eftir þennan, eins mun stytta upp um síðir. Og það verður góður dagur. Ég er uppfull af bulli hvort eð er, þannig að ekki ætti að koma neinum á óvart allt bullið í mér núna. ;-)

Á morgun er okkur hjónakornunum boðið eitthvert út, til kvöldverðar. Og það sem að það eru foreldrar mínir sem standa fyrir þessu boði, efast ég ekki um að það verði athyglisvert kvöldverðarboð. ;-)

Nú læt ég þetta gott kallast og bið um að ykkur megi líða sem best.

Kveðjur,

Hrannsla.

P.S.

Þið sem fylgjist með Lost á Rúv, endilega kíkjið á þetta - Bara fyndið og gaman af! Sawyer, Sawyer Lock. ;-)

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=109594

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ skvísa mín...Ég hef ekki farið á netið í dágóðan tíma og átti því 2 blogg ólesin frá þér :o) algjör hamingja, það er svo gaman að lesa bloggin þín...Verðum að fara að hittast bráðum, tala nú ekki um fyrst öll 3 hjólin eru stödd á landinu :o) Ciao bello...
Inga

02 júní, 2007 20:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim