þriðjudagur, maí 29, 2007

Framkvæmdargleði eigandanna

Þessi mynd er tekin í Fjölskyldu og húsdýragarðinum síðast þegar skvísan var hjá okkur.



Það er heldur betur lítið búið að vera að frétta hjá okkur upp á síðkastið. En þar sem að maður gerir svo sem aldrei neitt, fer aldrei neitt og nennir varla að anda - þá er ekki við miklu að búast á blogg.









En þessi unga dama gisti hér hjá okkur aðfaranótt mánudags síðastliðinn og get ég ekki annað sagt en að mér þykjir svo óskaplega vænt um hana, þetta grey. Þegar að við sendum hana með flugi norður í gær til mömmu sinnar, lá við að ég færi að grenja yfir því að hún væri svo ein í flugvélinni, þrátt fyrir fylgd. Ég varð einhvern veginn óskaplega tómhent og yfirgefin. Æ, ég vona að þið skiljið mig. Mamma hennar er nú samt ósköp góð að lána okkur hana stundum. :-)









Það er nú ekki stór dagskrá framundan hjá okkur. Það verður ekki fyrr en í júnílok að við förum eitthvert út á land og eins og gefur að skilja, þá verður það líklegast vestur á firði. En framundan júní, kemur júlí og þá loks fara hjólin að snúast. Tvær vikur fyrir vestan og brúðkaup hér fyrir sunnan. Svo förum við vestur aftur og síðan norður (ef Guð lofar) yfir Fiskidaginn hinn mikla.










Í gærdag unnum við í lóðinni. Slóum grasið (ef gras skildi kalla, þetta er mest bara mosatjásur), sópuðum stéttina og tókum til. Auk þess var ágætis veður - Þannig að við settum þvottinn á útisnúrurnar. Glæsilegt! :-) Það er svo gott að geta notað þær. Oft vildi ég óska þess að ég byggji í sveit og þar væru snúrur milli rveggja staura: Ímyndið ykkur hvað það væri yndislegt að þurrka þvottinn þar. Mmmm... ;-) Það verður víst seint sagt um mig annað en að ég sé draumóramanneskja í ystu æðar. En hver er tilgangur með lífi án drauma, segji ég bara.









En þegar að við komum inn í gærkveldi, borðuðum við og horfðum svo á LOST í sjónvarpinu. Heyrðum svo aðeins í þeim gömlu úr sveitinni. Svo vorum við að gera okkur reddí til að glápa á CSI (Mánudagskvöld eru sjónvarpskvöld hjá okkur), þegar að konan á miðhæðinni kom og barði vel á dyrnar. Þá var byrjað að leka vatn úr vaskanum á WC-inu hjá henni. Okkar vaskur þar inni stíflaður og hennar farinn að leka. Við vorum til klukkan ellefu að hjálpa henni þarna niðri og svo var ákveðið að kalla á pípulagningarmann í dag - Hann er enn ókominn. En þakviðgerðarmennirnir eru byrjaðir að koma með plötur, þannig að nú fara framkvæmdirnar að byrja.










Að byrja segji ég, og framkvæmdunum á klóakinu er varla lokið. Jú þeim er víst lokið en þeir kallfuskar eiga eftir að ganga frá eftir sig. Litlu bjánarnir. ;-)










Jæja elskurnar, ég bið ykkur að hafa það gott og þið sem erfitt eigið, ekki hika við að biðja okkur um aðstoð - hvað sem er!!!








Bless í bili,

Hrannsla.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ohh hvað litla dúllan er sæl með sig. Takk fyrir að leyfa henni að gista.
Kær kveðja
Bogga

29 maí, 2007 23:01  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim