mánudagur, janúar 29, 2007

Ég verð "LOST" í kvöld...



Sæl, þetta er bara ég aftur og enn einu sinni. :) Lífið snýst mest um skóla, vinnu, át, svefn og leti, hjá okkur núna. En það er í sjálfu sér ekki slæmt, því einhver sagði "engar fréttir eru betri en slæmar" og trúi ég og treysti á það!

Ég setti hér mynd af afar loðinni kanínu sem ég finn afskaplega til með, því það hlýtur að vera erfitt að geta varla séð út úr augunum - Ég ætti svo sem að þekkja það, því að í augnablikinu er hártoppurinn minn ansi síður... ;)

Ég hef verið að velta dálítið fyrir mér þessu máli með Frjálslynda flokkinn. Hvað er eiginlega að gerast þarna. Allir í hár saman út af Landsfundinum og vegna þess að ein manneskja fékk ekki það sem hana langaði í! Eða hvað??? Ég er ekki alveg að skilja málið til fullnustu, en þeir sem vilja kynna sér málið betur, ættu endilega að skrá sig í flokkinn og koma svo til mín og útskýra málið. ;-)

Jæja elskurnar mínar, ég veit þetta var stutt í þetta skipti, en vona að þið bíðið þolinmóð eftir næsta skipti.

Kveðjur,

Hrannsla.

P.S.

Bara að minna fólk á að í kvöld byrjar "LOST" aftur á RÚV. Bara svo að fólk viti af því, eru mánudagar sjónvarpsdagar hjá okkur á heimilinu. Heros og CSI á Skjá einum og Lost á RÚV.

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú verður bara að skrá þig í flokkinn esskan mín,

29 janúar, 2007 19:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá! flott útlitsbreyting á síðunni og
FRÁBÆRT breytt lífsviðhorf- ofsalega er ég glöð með það ;) en vertu ekkert að skrá þið í FF hann verður bráðum eihhvað sem var...

30 janúar, 2007 11:31  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim