Búin að vera algjör aumingji...
Sælt veri fólkið.
Ég er búin að vera algjör aumingji undanfarið.
Fyrir það fyrsta er ég búin að vera með agalega leiðinlegann hausverk sem hreinlega vill ekki fara. Svo að ég leitaði mér aðstoðar fróðari manna. Það finnst ekki af hverju þessi höfuðverkur stafar, svo ég var send í alls konar helv... rannsóknir og þess háttar. Og nú er ég hjá einhverri Guðrúnu, taugasérfræðingi.
En annars er bara allt gott af okkur. Hafliði er að byrja langa viku núna; frá 7:30 til 18:10. Hann er aðra hvora viku svona langa, en hina er hann frá 7:30 til 16:30. Löngu vikuna vinnur hann líka laugardaga og einstaka sunnudag. Hann er svo mikið yndi, þessi elska.
Við erum að fá gesti til Reykjavíkur 11-16 sept. Það eru Bogga, Guðrún og tengdarmamma.
Jæja, bestu kveðjur til ykkar í bili.
Kveðjur,
Hrannsla.
Ég er búin að vera algjör aumingji undanfarið.
Fyrir það fyrsta er ég búin að vera með agalega leiðinlegann hausverk sem hreinlega vill ekki fara. Svo að ég leitaði mér aðstoðar fróðari manna. Það finnst ekki af hverju þessi höfuðverkur stafar, svo ég var send í alls konar helv... rannsóknir og þess háttar. Og nú er ég hjá einhverri Guðrúnu, taugasérfræðingi.
En annars er bara allt gott af okkur. Hafliði er að byrja langa viku núna; frá 7:30 til 18:10. Hann er aðra hvora viku svona langa, en hina er hann frá 7:30 til 16:30. Löngu vikuna vinnur hann líka laugardaga og einstaka sunnudag. Hann er svo mikið yndi, þessi elska.
Við erum að fá gesti til Reykjavíkur 11-16 sept. Það eru Bogga, Guðrún og tengdarmamma.
Jæja, bestu kveðjur til ykkar í bili.
Kveðjur,
Hrannsla.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim