föstudagur, september 08, 2006

Litla systir komin í bæinn!!!

Jæja, þá er litla systir mín komin að heimsækja mig í Reykjavíkina.

Það er nú alltaf gott að fá knús - en svona ekta Vestfjarðarknús er alltaf aðeins betra. Ég get sagt þetta líka vegna þess að Hafliðinn minn er að breytast í vestfirðing... Þ.e.a.s að vill eyða öllum sínum frítíma á Brekkuvöllum. Enda er það líklegast einn flottasti staður í heimi. Alla vega með langflottasta útsýnið. :-)

Unnur mín er að bíða eftir að fá fararleyfi til að flytja til Danmerkur. Hún er lasin og því í farbanni. Hún er að fara í skóla þar ytra, en ég er nú alveg til í að hafa hana bara hér. Hún er góð stúlka!

Jæja kæru vinir, ættingjar og þú!

Þar til næst bið ég fyrir kveðju til þeirra sem mig vilja þekkja.

Hrannsla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim