fimmtudagur, október 05, 2006

Komin vestur á ný!


Vestur ef ég mætt til fjarðar er kenndur er við Patrek. Þó að alltaf finnist mér hingað gaman að koma og móttökur Birnu og Gríms yndislegar í alla staði, er ekki laust við að hjá mér sé söknuður. Ég sakna Hafliða óskaplega, þó ég hafi komið í dag og stoppið sé stutt.

Við mættum á Brekkuvelli, mamma, pabbi og ég, eftir skondna bílferð úr borginni (sem ég hef ekki eftir hér). Niðamyrkur var í sveitinni, enda klukkan að ganga níu að kveldi. Birna mín sótti mig svo í sveitina, því ég gisti hjá henni og Grím frænda. Framkvæmdagleðin í þessu unga fólki er ótrúlega mikil. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að þau séu alltaf svona vel aktíf (vildi ekki skrifa OFVIRK). ;-)


Kleifakarlinn á Kleifaheiði brosti til okkar Birnu á leiðinni yfir heiðina og hvíslaði til okkar gegnum vindinn; Góða nótt stelpur og sofiði vel!
Það sama segji ég við þig! Góða nótt og sofðu vel. Sjáumst betur á morgun þegar birta tekur.

Knúsar og sitthvað fleira.
Hrannsla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim