þriðjudagur, mars 27, 2007

Lítið að gerast í lífi mínu þessa dagana...

Hver er nú þetta?
Sælt veri fólkið. Ég er greinilega ekki að standa mig í þessu bloggi mínu, enda er voða fátt að gerast þessa dagana. Alla vega ekkert stórmerkilegt. ;-)

Ég reyndar fór til tannsa á dögunum, með þessa svaka sýkingu við endajaxl sem ég er að taka. Ég fór til að láta taka tönnina, en var sett á sýklalyf til að kýla sýkinguna niður. En ég finn ekkert fyrir þessu núna og var því að spá í að hætta við að fara til tannsa og láta taka tönnina. Tannlæknar eru ekkert í uppáhaldi hjá mér, verð ég að viðurkenna. Fer ekki til þeirra nema í neyð, og þarna um daginn var neyð. Ég gat ekki einu sinni hugsað skýrt. En þetta reddaðist. :-)

Grímur frændi og Birna, hans náðuga kona, komu hér yfir stuttan tíma og var þá spilaður manni út í eitt. Það var ekkert smá gaman að fá einhvern til að spila við. Það eru víst ekki allir jafn hrifnir af spilamennsku og ég. En það var hrein Guðs gjöf að fá þau í heimsókn. Svo ekki sé nú minnst á að þau afhendu okkur fisk til átu og ýmislegt skemmtilegt fylgdi þessu góða fólki.

Það er búið að vera stórfurðulegt veður hér í borginni, ýmist snjókoma og kalt, eða rigning og heitt. Gula fíflið hefur lítið látið sjá sig, þó svo að dagarnir séu farnir að lengjast og séu þrátt fyrir allt nokkuð bjartir. En við búum nú á landi ísa og elda og megum víst við öllu veðri búast. ;-) Eins og oft er sagt: Iff jú dónt læk ðe veðer in æsland, jú djust veit a minit.

Jæja, elskurnar, ég vona að þið hafið það sem allra, allra best...

Hrannsla.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Váh maður hvað ég kannast við þetta með tannlæknana og svo kosta þeir ekki lítinn pening maður...Bið að heilsa í bili :o) Kveðja, Inga

27 mars, 2007 20:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er þetta með tannsa, en þarf nú samt ekki að TAKA þennan jaxl.Það reddast nú hjá HARÐJAXLI eins og þér;)
sí jú
m+p

28 mars, 2007 11:32  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim