miðvikudagur, mars 14, 2007

Nú er úti veður... ekki gott, en heldur ekki vont :-/

Mamma og Guðrún að gefa öndunum, gæsunum og dúfunum í Laugardalnum. :-)




Sko þetta veðurfar á Íslandi er ótrúlegt. Í dag var annað hvort glampandi sól og blíða, Slydda og rok eða hagl. Það er ýmist í ökla eða eyra. ;-) Mér datt í hug, hreinlega, að nú væru allar víddir veraldar að opnast og engin takmörk sett á veðrið. En það reyndist þó ekki vera sönn hugdetta, þar sem veðrið róaðist undir kvöldið, þó að smá él sæust annað slagið. :-)



Nú er litla skutlan okkar farin norður aftur og ekki er laust við að það sé dálítill söknuður á heimilinu. En hún var mjög ánægð að hitta mömmu sína og hún lofaði að koma bráðum aftur í heimsókn. Það verður ekki langt fyrir okkur að bíða.



Á sunnudaginn var fórum við í heimsókn til vinafólks okkar. Þar býr einnig ung dama sem er á þriðja ári. Þessari litlu skvísu vantaði greinilega einhverja smá athygli, frá því sem hún er vön. Og tók hún sig bara til, á meðan mamma hennar og pabbi sinntu gestunum sínum, og skeit í borðstofuhillu foreldra sinna. Daman, sem er löngu byrjuð að fara á WC, kom svo hlaupandi til mömmu sinnar og sagði "búin mamma". Móðirin horfði á dótturina furðulostin og spurði hana að hverju hún væri búin. Daman brosti sínu breiðasta (eins og alltaf) og sagði "KÚKA". Foreldrarnir eltu barnið inn í borðstofu og sáu þar hinn myndarlegasta "manna" sitjandi í neðstu hilluni! Það gekk nú hálf erfiðlega að segja dömuni að þetta mætti hún ekki gera, því að gestirnir gátu ekki haldið hlátrinum ofan í sér. :-) En allt fór vel og engin slasaðist - sem betur fer.



Að lokum vil ég benda fólki á veðrið næstu daga, en hægt er að fá frekari upplýsingar á Veðurstofu Íslands. ;-)



Veðurhorfur á landinu næstu daga:



Á föstudag: Norðlæg átt, 5-10 m/s og él norðantil, en vestlæg átt, 5-13 m/s syðra og slydduél, hvassast allra syðst. Vægt frost fyrir norðan, en annars 0 til 4 stiga hiti.



Á laugardag: Norðaustan eða breytileg átt, fremur hæg víðast hvar. Éljagangur í flestum landshlutum og frost 0 til 8 stig.



Á sunnudag og mánudag: Norðanátt og éljagangur, einkum norðantil. Kalt í veðri.



Á þriðjudag: Sunnanátt með slyddu, en síðar rigningu, fyrst vestantil. Hlýnandi veður.



Á miðvikudag: Suðvestanátt og skúrir eða él. Fremur milt.



Jæja, ég segi þetta gott í bili.

C U,

Hrannsla.



P.S.

Hlakka til að sjá ykkur Birna og Grímur. :-)

2 Ummæli:

Blogger Unknown sagði...

hehe... en hvernig spáir um Páskana? Er það ekki það sem skiptir máli ;)
kv. Unnur

15 mars, 2007 10:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég tek undir þetta...það er veðrið um páskana sem skiptir ÖLLU máli!!
KV.mamma

15 mars, 2007 11:06  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim