þriðjudagur, maí 22, 2007

Kaldir dagar - hvenær hlýnar?



Við fórum norður í síðustu viku og unum okkur vel þar í góðra manna hópi. Þó að ekki hafi alltaf verið hlýtt í veðri (eins og þegar þessi mynd var tekin af Hafliða og foreldrum hans). Myndina tók ég rétt í þann mund sem við vorum að fara af stað suður aftur. Þá var nú aðeins farið að hlýna á Dalvíkinni, en þennan tíma sem við stoppuðum var ýmist bara kalt eða lemjandi rigning. Brrr...

En, sem sagt, við erum komin heil á húfi til "stór"borgarinnar. Lentum reyndar í örgustu hríð á Holtavörðuheiðinni og mikilli umferð. Að mér skilst, þá hafi jörð verið alhvít í kringum Borgarnes í gærmorgun og langt fram eftir Snæfellsnesi. Ég vil sumar - NÚNA - Æ, það þýðir ekkert að væla um þetta veðurfar - við búum jú á Íslandi.

Fyrir norðan var okkur boðið í þessa líka fínu afmælisveilsu hjá Boggu mágkonu. Hún varð þrjátíu og fimm ára, blessunin. Hún bauð upp á fínustu kökuna sem bakaríin bjóða upp á um þessar mundir og þessa líka flottu heitu rétti - mér varð nú eiginlega hugsað til Svölu frænku minnar fyrir norðan þegar að ég bragðaði á þeim. - Nammi, namm. :-)

Í gær átti ég dálítið merkilegan dag. Ég fór á kaffihús með einni vinkonu minni úr "hælisgenginu" (Einni af þeim sem var með mér á Reykjalundi 2005-2006). Beta kallast hún þessi og þar sem að tvær Betur voru í genginu er þessi skrásett sem Beta hækja í símaskránni minni, því hún var allltaf að týna hækjunni sinni úti um allt. Hin Betan hefur viðurnefnið Beta hæli, eins og restin af genginu. En sem sagt ég fór á kaffi Mílanó með Betu hækju. Ég ætlaði varla að þekkja skvísuna þegar hún pikkaði mig upp heima, enda búin að losna við 76 kíló og glóir af hamingju. Orðin ástfangin og gengur svakalega vel. :-) En hvað um það, tilgangurinn er horfin með sögunni, sem var að hún fór í þessa vinsælu aðgerð og ég fór að íhuga af hverju ætti ég - aðal bollan - ekki að fá að fara í svona aðgerð??? Mig langar svo að verða svona flott skvísa eins og Beta mín, og nota bene, hún er laus við hækjuna.

Svo fór ég og hitti frænda minn í vinnunni hjá honum og hann ók mér síðan heim. Þar tók maðurinn minn við mér og við fórum að verlsa. Geðveikt stuð! (Þetta var kaldhæðni - því mér leiðast búðir). Kvöldið kom svo með pizzu frá Domino's (megavika), Lost og CSI. Síðan kom rúmið mitt yndislega. En sem sagt, skemmtilegur dagur hjá mér - uppfullur af skemmtilegu fólki.

Í dag, hins vegar, er öllu rólegri dagur. Fór í smá gönguferð og til háls, nef og eyrnalæknis. Sá ætlar að senda mig í aðgerð hið fyrsta til að laga á mér nebbann minn. En það verður ekki fyrr en í haust sem að því kemur. En á heimleiðinni varð ég að heimsækja hús foreldra minna svo að ég yrði ekki illa fyrir barðinu á hagléli. Brrr... Svo er bara þrif og afslöppun eftir hentugleika, þar til ég fer að kokka og snæða. En klukkan átta ætla ég að fara að prjóna með nokkrum vel völdum einstaklingum. ;-)

Meira var það ekki að sinni elskurnar mínar. Hafið það sem best!

Hrannsla - hin kalda Brrr..... ;-)

P.S.

Ætlar þessi grænjaxla ríkisstjórn ekki að fara að taka til starfa? Eigum við bara að bíða endalaust? (Þoli ekki Ingibjörgu Sólrúnu).

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey, ég er bara sammála ógó mörgu sem þú segir hérna, fyrir utan þessa "vinsælu" aðgerð...þú ert fín eins og þú ert :o)Gott að þið höfðuð það gott fyrir norðan og takk fyrir dömuna mína snúllur. Þetta er alveg hrikalega flott og kemur að góðum notum og eins og við spáðum báðar, þá var þetta sem var framan á pakkanum HRIKALEGA vinsælt :o)
Bið að heilsa í bili.

22 maí, 2007 21:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hættu bara að kvarta yfir veðrinu og flyttu til Baunalands... þá ferðu að kvarta yfir of góðu veðri.. eða rigningu ;) hehe... nei, Ísland er alltaf best!

Sjáumst fljótlega... ekkert smá gaman að skrifa þetta :)

kv. Unnur

28 maí, 2007 23:01  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim