föstudagur, maí 11, 2007

Kosningardagur - 12.maí 2007!











Þrátt fyrir frábæra frammistöðu íslenska liðsins í evróvisjón komumst við ekki upp úr forkeppninni þetta árið og finnst mér þessi samstaða austur Evrópu orðin frekar þreytt. Það eru kannski einhverjir ósammála, en það er mín skoðun að þörf sé á að skipta þessari keppni upp á milli austur og vestur hluta álfunnar.

Þótti mér frekar súrt að ekkert af vestur Evrópulöndunum komst áfram. Þannig að ég mæli með að við kjósum Svía eða Finna í dag - Laugardag.
Talandi um daginn í dag, eruð þið búin að gera upp við ykkur hvað þið ætlið að kjósa??? Ég veit það eitt, að það gæti orðið tvísýnt um hvort að ríkistjórnin haldi eða ekki. En ég hef alla vega gert upp hug minn og veit að svo hafa flestir í kring um mig einnig gert. :-) En alla vega munið að kjósa - Það voru margir sem börðust lengi fyrir því að við fengum að gera það og ekki síst við kvensurnar.

En svo að við snúum okkur að öðru.

Pabbi minn útskrifaðist af sjúkrahúsinu - loksins, þó get ég ekki sagt að hann hafi útskrifast með láði, því að doksarnir halda enn í hann. Hann er að standa sig vel - karlinn. Mama hugsar um hann eins og ungabarn ;-) Passar upp á að hann borði og hvílist eftir þörfum. Hún er dugnaðarforkur, hún móðir mín!





Á mánudaginn var kom lítil skvetta til okkar og var í pössun í örfáa daga. Það var hún Guðrún litla, systurdóttir hans Hafliða míns. Það er nú hægt að segja, svo satt sé, að okkur leiddist ekki með hana hjá okkur. Hún er orðin svo stór og dugleg stelpa! Svo kallaði hún bara; Hallini sáu (Hafliði sjáðu) og þá kom frændi hlaupandi til að sjá hvað stelpan var búin að vera dugleg að púsla, lita, borða, pissa, eða hvað svo sem það var. Og "Anney" kenndi henni að segja: Sí Jú. Þegar hún var að kveðja og Konni, Ó mæ gad. Konni fékk sko að heyra nauðgun á nafninu sínu. "Konni koddu, Konni sáu, Konni..." Gaman af þessu. :-)



En við stöllur fórum í húsdýragarðinn og niður að Reykjavíkurtjörn að gefa öndunum, svona svo að eitthvað sé nefnt. Mér þótti alveg stórmerkilegt að sjá hversu mikill skilningur virtist vera á milli skvísunar og dýrana - enda elskar hún dýr! Dúfurnar til dæmis átu úr lófanum á henni - bókstaflega. Það var frábært að sjá. :-)






Jæja, það er víst ekki mikið meira að frétta hjá okkur í bili, annað en það sem fram hefur komið. Og já, ég átti æðislega helgi á kvennamóti Hjálpræðishersins á Akureyri síðustu helgina í apríl. Það var geggjað gaman og ekki skemmdi að það var tuttugu stiga hiti bæði á laugardeginum og á sunnudeginum. Ég ferðaðist í bíl með þremur frábærum konum og við skemmtum okkur við söng og prjón báðar leiðirnar. Fyrirlesarinn á mótinu var bara yndisleg og lestrarnir hennar bara góðir.


Jæja, þar til næst, hafið það sem allra best (nú verður styttra þangað til að næsta bloggi, þar sem tölvan mín er komin heim frá tölvulækninum). ;-)



Bæó,


Hrannsla


(Að kafna úr kvefi - enn einu sinni).


2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér með "júró", alveg hrein og klár mafía þar á ferð. Ég varð svo tapsár að ég sagðist ekki ætla að horfa á þetta á laugardaginn (í dag:)...Svona er maður klikkaður...Allavega fór ég í dag og kaus að sjálfsögðu rétt. Þori nú ekki að segja það hér svo það verði ekki uppþot en ég breytti þó út af vananum ;o) Hlakka til að fá næsta blogg. Knús til þín dúllan mín. Kv, Inga

12 maí, 2007 17:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ dúllu rassaskvetta...
takk fyrir hólið -þú mannst að við erum frábærar!!
Það voru fleiri en Inga sem breyttu útaf vananum á kostningadaginn, bara gaman.
Sí jú ;o)
mamma

13 maí, 2007 22:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim