Ég hlít að vera úr steinaríkinu... ;-)
Jæja, sælt veri það fólk sem enn fylgjist með mér. :-)
Mér skilst sem svo að löngu sé orðið tímabært fyrir latan bloggara að koma með nýja færslu hingað inn. Þannig að ákvörðunin um að blogga núna, var bæði af minni eigin ákvörðun, sem og að láta undan þeim væga þrýstingi sem ég hef verið beitt. (Bæ ðe vei, ég elska svona þrýsting, þá veit maður að einhver les þetta bull mitt).
Það hefur svo sem ýmislegt gengið á frá síðustu færslu, en ég ætla ekkert að vera að þylja það allt upp núna. Ástæða þess er afar einföld, ég nenni því ekki. ;-)
En helgin var viðburðarrík -auðvitað. Á laugardaginn var ég niðri á her til kl. 18:00. En á leiðinni heim byrjaði ég að finna fyrir erfiðleikum með að kingja og verk vinstra megin í "hálsinum". Svo dreif ég mig bara heim og við borðuðum kvöldmat saman, við hjónakornin. Svo komu gestir sem stoppuðu hjá okkur til rúmlega tíu, en þá var verkurinn í hálsinum orðin verulega slæmur og kúla (bólga) sem var byrjuð að vaxa út undan hökunni á mér var orðin ansi stór.
Mér skilst sem svo að löngu sé orðið tímabært fyrir latan bloggara að koma með nýja færslu hingað inn. Þannig að ákvörðunin um að blogga núna, var bæði af minni eigin ákvörðun, sem og að láta undan þeim væga þrýstingi sem ég hef verið beitt. (Bæ ðe vei, ég elska svona þrýsting, þá veit maður að einhver les þetta bull mitt).
Það hefur svo sem ýmislegt gengið á frá síðustu færslu, en ég ætla ekkert að vera að þylja það allt upp núna. Ástæða þess er afar einföld, ég nenni því ekki. ;-)
En helgin var viðburðarrík -auðvitað. Á laugardaginn var ég niðri á her til kl. 18:00. En á leiðinni heim byrjaði ég að finna fyrir erfiðleikum með að kingja og verk vinstra megin í "hálsinum". Svo dreif ég mig bara heim og við borðuðum kvöldmat saman, við hjónakornin. Svo komu gestir sem stoppuðu hjá okkur til rúmlega tíu, en þá var verkurinn í hálsinum orðin verulega slæmur og kúla (bólga) sem var byrjuð að vaxa út undan hökunni á mér var orðin ansi stór.
Nú sagan er eiginlega þessi: Að um miðnætti hringdi ég á lækni, því mér var ekkert farið að lítast á þetta. Svo kom hann og skoðaði mig í bak og fyrir. Hann ætlaði að skrifa upp á sýklalyf þegar að honum allt í einu datt í hug að spyrja mig hvenær þetta byrjaði að vaxa svona og verða svona sárt. Ég auðvita svaraði honum: Um kl.18 í dag. Þá hætti doksinn bara að skrifa og tók upp nýja pappíra og sagðist senda mig niður á Borgarspítala - sem hann gerði.
Eftir alls konar rannsóknir þar, sem leiddu ekkert í ljós, var ég útskrifuð á sunnudagsmorgunin. En sagt að koma aftur fyrir klukkan fjögur og tala við háls, nef og eyrnalækni. Eins hlýðin og ég er, gerði ég það auðvitað. Þar var ég send í myndartöku og í ljós komu þrír litlir kalksteinar sem stífluðu einn munnvatnskirtilinn vinstra megin. Ég var svo dregin inn á einhverja stofu þar sem þessir steinar voru skornir, klipptir og flísatangaðir úr kirtlinum mínum. Um leið og kirtillinn minn var laus við þessa óvætti sína, byrjaði hann strax að sjatna og dæla út vatni.
Áður en ég var send heim aftur, var mér sagt að vera dugleg að "mjólka" kirtilinn og að slappa bara af næstu fjóra daga. Nú hef ég verið rosalega dugleg við að "mjólka" og kúlan sem var á stærð við kíví, er nú bara eins og lítið vínber. :-) Dugleg maður - vááá... ;-) Ég hef líka verið dugleg að slappa af, þar sem ég hef verið eitthvað hálf skrítin eftir þessa steina... Eða svo satt sé, þá hef ég verið drulluslöpp. Og dagurinn í dag verri en sá í gær. Kannski vegna þess að í dag er ég komin með hita.
En sem sagt, af þessu má sjá að ég hlít að vera komin af steinaríkinu. Ég hef nú prufað nýrnasteina nokkru sinnum, gallsteina líka (eða þar til gallblaðran var tekin) og nú er það nýjasta; kalksteinar í munnvatnskirtil. Geri aðrir betur. (hehehe... :-) ) Ég vona bara svo innilega að svona steinasafn komist ekki í tísku.
En svona hljóðaði nú sú saga.
Ég bið ykkur gott fólk að gæta ykkar vel á öllu því grjóti sem þið komið nálæt, því að það getur sest að í líkama ykkar! En hafið það sem allra best elskurnar og það verður vonandi ekki svona langt í næstu færslu. ;-)
Bless í bili,
Hrannsla.
2 Ummæli:
Elsku steinaldarkellan mín, það á ekki af þér að ganga. Get rétt ímyndað mér að þetta hafi verið svolítið vont. En mikið er ég glöð að þú skulir hafa hent inn öðru bloggi, var alveg farin að sakna þess að heyra ekki frá þér (sérstaklega þar sem ég er óduglegust að taka upp símtólið og hringja). Verðum í bandi og láttu þér batna.
P.s. ég mana aðra áhangendur skvísunnar að hvetja hana áfram með kvitti :o)
Ó já ég er sko til í að hvetja svona steinaldarkellu til meiri skrifa ;o)
þú ert svo frábær penni.
Lov jú
mamma
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim