laugardagur, janúar 20, 2007

Lífsins hugleiðingar...

Sæl og blessuð aftur!

Ég tók mér það bessaleyfi að planta hér mynd af þeim yndislegu foreldrum sem ég á!!!

Eins og þeir vita ,sem föður minn þekkja, þá á hann erfitt með að vera kyrr og hvað þá að vera ekki með fíflalæti við myndatökur. En mér þykjir ósköp vænt um hann, eins og hann er! :-)

Það má auðveldlega sjá á mynd þessari að heilsan er ekki upp á sitt besta hjá þeim, en við vonum af öllu hjarta að það fari að lagast.

Nú það er að frétta af okkur að skólinn er byrjaður hjá mér aftur og er mikil gleði í gangi með það. Kallinum mínum gengur bara vel í vinnunni og leitar hann mikilla ástúða heima fyrir. ;-) Líf okkar gengur sem sagt nokkuð áfallalaust fyrir sig þessa dagana, nema hvað að hún litla Guðrúnin okkar handleggsbrotnaði - Greyið stúlkan! En hún er sterk stelpa og óskum við henni góðs bata. Mamma hennar góð kona.

Ég hef oft hugsað út í það að lífið gengur einhvern veginn alltaf í hringi. Um áramótin og eftir þau komu mikið af áföllum, en svo byrjar maður að jafna sig og allt fellur einhvern veginn í sömu skorður og áður. Og nú þegar allt er rólegt og komið í fastar skorður, finnst mér á einhvern hátt vanta einhverja spennu í lífið. Ekki misskilja mig, ég á mjög góða að, en mig langar í eitthvað meira! Mér finnst að lífið hafi upp á meira að bjóða, en það sem það er í dag og óþolinmæði mín er að byrja að "kikka inn".

Kannski eru það bara draumar hjá mér að vilja eitthvað meira út úr lífinu. Ég er 27 ára gömul og hef engu áorkað í lífinu. Ég er bara "aumingji" í skóla, með baksjúkdóm sem er hundleiðinlegur. En það góða fólk sem að mér stendur er gott og ég virði það og elska þau öll. En mig vantar eitthvað spennandi að gera... Lífið er svo stutt!!!

Æ, nú er ég búin að bulla nóg! :-)

Sjáumst brátt aftur,
Hrannsla.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ stóra sys, hvað segiru vantar þig einhverja spennu....???? Ef þú ert með einhverja hugmynd um hvað það á að vera, þá er ég alltaf til líka. Með þér er hægt að gera hvað sem er og það v erður alltaf spennandi :) t.d bara það að fara í búðina. hehehe Jæja heyri þí þér seinna. Hafðu það gott elskan mín

20 janúar, 2007 14:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey, smá pæling hér, hvernig geta foreldrar þínir verið afi og amma..... og þú systir?? love u

20 janúar, 2007 14:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þá er ég að meina mínir sko

20 janúar, 2007 14:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hei- "spennuna" og tilbreytinguna skapar maður SJÁLFUR!!! Lífið er að vísu mjög stutt, ef við viljum horfa þannig á það og þess vegna enn meiri ástæða til að nýta hvern dag til hins ýtrasta- líttu upp - horfðu í kringum þig!!!'
Og síðast em ekki síst þúr er HETJA ekki aumin....hættu að hugsa svona BESTASTA HETJAN MIN

22 janúar, 2007 10:53  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim