sunnudagur, apríl 08, 2007

GLEÐILEGA PÁSKA :-)

Gleðilega páska kæru lesendur mínir!

Ég vona það innilega að þið hafið fengið páskaegg og góða málshætti! :-)


Í egginu frá Hafliða mínum var málshátturinn svo hljóðandi: Ástin spyr ekki um kennitölu. Og málsháttur eggsins frá foreldrum mínum hljóðaði svo: Glöggt er gests augað. Mér er spurn, er þetta skot á mig? ;-)





Hér sit ég með hor niður á kinnar og skrifa um páskaegg og málshætti. Mér líður eins og sé aftur orðin fimm ára. hehehe... Nei, nei. :-) Ég er reyndar lasin (eins og svo oft áður). Ég bíð bara eftir því að lungun mín gefi sig. Það getur ekki verið mikið eftir þangað til, ég er nefnilega alltaf að fá í lungun. Ég má ekki fá smá kvef, þá er það komið ofan í lungun. Nú verð ég að hætta að reykja! En þetta segji ég alltaf og kveikji mér svo í sígó. Kaldhæðnin er svaðaleg. Sérstaklega kannski að því leitinu til að daginn fyrir Skírdag, fór ég til tannsa og hann tók jaxlinn minn. Svo að nú, þessa daga, verð ég að passa hvað ég ét, hvernig og hvort ég borða það. En í gær var mér sagt, þó svo að mig grunaði það sterklega, að ég hef'i hvort sem er aldrei getað unnið átkeppni. Það er að segja, þó svo að jaxlinn minn hefði ekki verið fjarlægður. ;-)





Annars er það að frétta að ég hitti tvær "gamlar" vinkonur mínar á kaffihúsi og hafði gaman af. Það er svo langt síðan að þetta þríeyki hefur hist. Minningar forna atriða og prakkarastrika flæddu um hugann, um leið og nýjar minningar urðu til. Og svo var planað að búa til enn fleiri slíkar, góðar, minningar í sumar. - Ég hlakka mikið til þess. :-) Það er eins gott að það verði, svo að tilhlökkunin sé ekki til einskis. ;-)





Ég hitti aðra vinkonu mína á dögunum, við tvær eyddum heilum eftirmiðdegi á kaffi Vín og svo kom þessi elska heim til mín um kvöldið í bjór og sígó. Það er með ólíkindum sem þessi hugrakka unga kona leggur á sig. Hún kom hingað stífluð upp í haus og kvefuð niður í rassgat. - Eða seigir maður ekki svona???





Pabbi átti afmæli á Föstudaginn langa og færum við hér með hamingjuóskir til hans og von um bjarta framtíð!





Við fengum óvæntan gest hingað í gær, sem við ekki áttum von á. Var þar skyldmenni mitt á ferð, sem ekki átti að vera með fast land undir fótum. En vegna fullfermis kom skipið til hafnar, stoppaði í einhverjar klukkustundir og fóru svo aftur á sjó. Og haldiði ekki að hann frændi minn hafi ekki fært frænku sinni fisk til átu. :-) Grímur, vér færum þér þakkir!!! :-)





Tja, annað held ég að það sé ekki að sinni. En ég bið ykkur að fara varlega í átinu yfir hátíðina og passa ykkur á að ruglast ekki á skrautinu og namminu, því það gæti reynst hættulegt! Gangið hægt um súkkulaðsins dyr!




Hrannsla.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir gott og huggulegt kvöld, vonandi fer þetta kvef nú að lagast hjá okkur, kær kveðja Björk

09 apríl, 2007 14:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast, rosa gott að hittast svona og spjalla. Við verðum svo að standa saman í því að hittast í sumar... Haltu áfram að vera dugleg að blogga, þú hefur alltaf verið svo góður penni :o)

09 apríl, 2007 19:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hjúkk it að ég var ekki í bænum þegar "þríeykið" hittist-- var almannavörnum ekki gert viðvart???
Láttu þér nú endilega batna þetta árans kvef; og nú er tækifærið til að drepa í. !!!
Svo er ég allveg sammála henni Ingu þú ertsvo GÓÐUR PENNI:
sí jú
m+p

10 apríl, 2007 19:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn...
... takk fyrir síðast... að sjálfsgöðu stöndum við okkur í sumar og verðum duglegri að hittast... stofnum bara gönguklúbb og spilaklúbb og svona :)
Hlakka líka til!
kv. Unnur

18 apríl, 2007 17:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn! Pant vera með í spila og gönguklúbb :o)
Kveðja, Ólína

18 apríl, 2007 17:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Við viljum blogg...við viljum blogg...hehe, bara smá pepp í gangi :o) Kv, Inga

19 apríl, 2007 09:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ó, hvað ég er þakklát ykkur öllum... :-D Takk - Takk - Takk fyrir mig!!!

Sædís

20 apríl, 2007 07:57  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim