mánudagur, apríl 02, 2007

Helgin búin og hversdagsleikinn tekin við...



Það má nú seigja, svo satt sé, að nú sé nokkuð viðburðaríkri helgi lokið. Við hjónin fenguð boð í sumarbústað í Ölfusborgum sem við þáðum. :-) Okkur fannst báðum alveg ofboðslega gaman að hitta þetta góða vinafólk okkar og eiga með þeim kvöldstund spjalls og leikja. Og færum við hér með þakkir fyrir það!

Í stað hefðbundnar heimleiðar, fórum við Krýsuvíkurleiðina. Og stoppuðum auðvita við Strandakirkju. ;-) Sem og á hinum ýmsu athyglisverðum stöðum, að okkar mati. Hér á myndinni er einn slíkur, en ég man bara ekki nafnið á þessu háhitasvæði. :-/ (Svona er nú mynnið mitt stutt). En það var allavega mjög gaman hjá okkur í gær (sunnudag) og í fyrradag (laugardag).

Elskulegir foreldrar mínir áttu velheppnaðan dag í gær og tóku stórt skref í lífum sínum, sem og nýja leið. Þetta er þeim og okkur sem þau þekkja, afar ánægjulegt skref og færum við þeim hamingjuóskir með gærdaginn, ákvörðunina og "nýju" fjölskylduna sem þau eignuðust í gær. :-) Til hamingju!!!

Svo kíktum við aðeins til Kristrúnar vinkonu til að kveðja hana og Ívar hennar áður en þau fóru norður til að vera yfir páskana. Það er nú alltaf gott að koma þangað, hún hefur svo róandi rödd hún Kristrún mín, og ekki var það verra að hún Björk mín var þar fyrir. :-D Það er alveg satt að segja að ef að manni líður illa, hvort sem það er út af sjálfum sér eða einhverju öðru, þá á ég þarna vini í raun! Þær skamma mig eins og barn ef ég á það skilið, hugga mig í eymd og hressa sálina. ;-) Það er bara gaman af þeim!

Svo er Unnur mín komin til landsins. Jei... Jibbí. Loksins getum við hisst - "gamla" gengið. ;-)

Og hún Brina mín kíkti hér aðeins í gær, svona rétt til að kveðja, það var voða gaman. Hún var hress og kát að vanda og lék á alls oddi. Það er vonandi að við sjáum þessa litlu "systir" mína fljótlega aftur. :-)

Annars hefur helgin verið bara róleg og áfallalaus, fyrir utan eitt lítið atriði sem stakk mig. En ég var afar stolt af sjálfri mér fyrir að halda ró minni og labba bara út þegar mér ofbauð illskan í manneskjunni. Hafliði minn er alltaf trausti kletturinn minn, stendur við hlið mér í gegnum allt það góða og vonda. Hann er einstakur maður. Bæði skilningsríkur og ljúfur við konunugerpið sitt. ;-)

Fariði vel með ykkur lesendur góðir og megi gæfan elta ykkur á röndum!

Hrannsla.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis fyrir helgina :o) Tókum einmitt lengri leiðina heim og kíktum í dýragarðinn Slakka. Hehe mig grunar hvað það var sem stakk þig um helgina...Tengist það nokkuð "nöfnu" þinni???

02 apríl, 2007 15:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir góðar óskir til okkar og enn og aftur takk fyrir að vera með okkur í gær.
Og ég er svo mikið stolt af okkur öllum 4 fyrir sjálfstjórnina í gærkvöld.
Sí jú lov jú
m+p

02 apríl, 2007 19:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehe... Já Inga mín, hún nafna mín var aðeins of skömmuð fyrir ekki neitt. ;-) En óskaplega er hún góð greyið.

Ekkert mál, mamma, okkar var ánægjan! :-) Meira að segja kallinn er kátur.

02 apríl, 2007 22:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim