Stutt stopp heima...
Við Látrabjarg.
Við erum búin að vera í sveitinni síðustu daga. Við rétt skruppum heim til að fara í hið stórglæsilega brúðkaup hjá Elínu frænku minni og eiginmanni hennar Gabríel.
Ég ætla ekkert að hafa þetta langt núna, þar sem við erum að fara vestur aftur í fyrramálið! Í staðinn set ég inn nokkrar myndir úr fríinu okkar og brúðkaupinu. :-)
Enjoy!!!
Guðrún skotta, heimsótti okkur ásamt mömmu sinni í sveitina og ekki var annað að sjá og heyra en að henni þótti mjög gaman.
Þær mæðgur að sulla í volgum sjónum í sveitinni - það gerði mikla lukku hjá þeim báðum, sýndist mér.- ;-) Ég veit ekki hvor skemmti sér betur! Mér þætti gaman að vita hvað skeljarnar voru margar sem þú týndir Bogga???
Það voru engar smá forfæringar við að koma stelpunni niður brekkuna á Látrabjargi. Hehe... :-)
2 Ummæli:
Hæ sætasta ofurgella! Verð bara að fá að segja að þú lítur mjög vel út í þessum fallega búning og með blóm á kinn. Hlaka til að bralla eitthvað með þér aftur. Vona að það verði fyrr frekar en seinna. Love u !!
Kvitti kvitt. Er eitthvað svo andlaus þessa dagana svo ég hef það ekki lengra. Langar rosalega að fara að hitta ykkur stöllurnar :o) Kv, Inga
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim