Jólastress á götum Reykjavíkur
Jæja, loksins er ég komin aftur!
Nú líður að jólum og það sést greinilega á umferðinni í Reykjavík. Þetta jólastress er að fara með fólk samkvæmt því hvernig það ekur bílunum sínum. Sjálfsagt er ég sjálf engin undantekning, en tel mig þó vera eina af fáum sem ekki eru síflautandi ef bíllinn fyrir framan mig tekur ekki strax af stað um leið og græna ljósið byrtist. Ekki langar mig mikið að fara niður í bæ og versla milli 4 og 7. Hmm... enda hef ég ekkert þangað að gera, því að ég er búin að versla allt sem ég þarf, nema eina gjöf fyrir kallinn minn.
Þótt svo að fólk sé að fara yfir um af stressi þessa dagana, veit ég um nokkra sem hafa yndi af því að fara í Kringluna og fylgjast með þessu stressaða liði hlaupa argandi um allt, leitandi af sjálfu sér og einhverju til að gleðja náungann. Mér er spurn, á þessi tími ekki að vera tími gleðinnar??? Mín skoðun er sú að hátíðunum sem nú berja að dyrum, mætti skipta í tvennskonar tímabil, þ.e. Stresstími fyrir jól, þar sem allir eru á þönum til að reyna að slá útgjöld desembermánaðar ársins í fyrra út. Og svo stresstími eftir jól, þar sem fólk keppist um að eyða sem mestum pening í "rögnvalda" til að lýsa upp himinninn á áramótunum og þegar að fólk fer með allar fínu gjafirnar sínar og skiptir þeim í eitthvað stærra og betra og aðsjálfsögðu borga eitthvað aðeins á milli.
Ég verð nú samt að horfast í augu við það að ég er örugglega ein af þessum stressuðu fyrir jól, svona rétt fyrir jólin. Ætli ég sé ekki of kærulaus til að vera það strax. ;-)
Við erum búin að senda öll þau jólakort sem við sendum með póstinum og ég er afskaplega glöð með það. Ég er ekkert lítið hrifin af þessum límdu frímerkjum, þá er maður alla vega ekki með óbragð í munninum yfir hátíðirnar og finnur a.m.k. eitthvert bragð af jólamatnum.
Pakkarnir eru flestir reddí til sendingar, en mig vantar svo Rommý súkkulaði, veit einhver hvar ég fæ það? Ég er búin að reyna sjoppur, Bónus og Hagkaup. Þarf endilega að ná í þetta sælgæti til "útsendingar". :-)
Jæja elskurnar, það er best að fara út og fá sér smá nikótín í skrokkinn, ekki veitir nú af eftir útkomu hjartarannsóknarinnar og þriggja vikna veikindi. ;-) Ég vonast til að sjá sem mest af ykkur á næstunni -í fötum þó-!
Hrannsla.
Nú líður að jólum og það sést greinilega á umferðinni í Reykjavík. Þetta jólastress er að fara með fólk samkvæmt því hvernig það ekur bílunum sínum. Sjálfsagt er ég sjálf engin undantekning, en tel mig þó vera eina af fáum sem ekki eru síflautandi ef bíllinn fyrir framan mig tekur ekki strax af stað um leið og græna ljósið byrtist. Ekki langar mig mikið að fara niður í bæ og versla milli 4 og 7. Hmm... enda hef ég ekkert þangað að gera, því að ég er búin að versla allt sem ég þarf, nema eina gjöf fyrir kallinn minn.
Þótt svo að fólk sé að fara yfir um af stressi þessa dagana, veit ég um nokkra sem hafa yndi af því að fara í Kringluna og fylgjast með þessu stressaða liði hlaupa argandi um allt, leitandi af sjálfu sér og einhverju til að gleðja náungann. Mér er spurn, á þessi tími ekki að vera tími gleðinnar??? Mín skoðun er sú að hátíðunum sem nú berja að dyrum, mætti skipta í tvennskonar tímabil, þ.e. Stresstími fyrir jól, þar sem allir eru á þönum til að reyna að slá útgjöld desembermánaðar ársins í fyrra út. Og svo stresstími eftir jól, þar sem fólk keppist um að eyða sem mestum pening í "rögnvalda" til að lýsa upp himinninn á áramótunum og þegar að fólk fer með allar fínu gjafirnar sínar og skiptir þeim í eitthvað stærra og betra og aðsjálfsögðu borga eitthvað aðeins á milli.
Ég verð nú samt að horfast í augu við það að ég er örugglega ein af þessum stressuðu fyrir jól, svona rétt fyrir jólin. Ætli ég sé ekki of kærulaus til að vera það strax. ;-)
Við erum búin að senda öll þau jólakort sem við sendum með póstinum og ég er afskaplega glöð með það. Ég er ekkert lítið hrifin af þessum límdu frímerkjum, þá er maður alla vega ekki með óbragð í munninum yfir hátíðirnar og finnur a.m.k. eitthvert bragð af jólamatnum.
Pakkarnir eru flestir reddí til sendingar, en mig vantar svo Rommý súkkulaði, veit einhver hvar ég fæ það? Ég er búin að reyna sjoppur, Bónus og Hagkaup. Þarf endilega að ná í þetta sælgæti til "útsendingar". :-)
Jæja elskurnar, það er best að fara út og fá sér smá nikótín í skrokkinn, ekki veitir nú af eftir útkomu hjartarannsóknarinnar og þriggja vikna veikindi. ;-) Ég vonast til að sjá sem mest af ykkur á næstunni -í fötum þó-!
Hrannsla.
2 Ummæli:
helv... búðaráp og ökuníðingar,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, annars bara að kvitta fyrir mig.
hehe... kannski svolítið seint... en Nótatún hefur aldrei klikkað á rommýi... :)
hehe.. finnst jólastress nú betra en prófstress... annars labbaði ég Strikið í gær... það var pakkað... held að Reykjavík sé nú hátíð miðað við marga aðra staði...
Ég er líka alltaf sátt á meðan aðrir eyða fúlgu í rögnvalda ... finnst bara að þetta ætti að vera bundið við góðgerðamál eins og þetta var...
hlakka til að sjá þig!!!
Kveðja frá Köben
Unnur
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim