laugardagur, september 01, 2007

Blogg, blogg, blogg...

Ég gat ekki sofið og ákvað því að blogga dálítið.

Ég er enn með kvef og búin að vera með hitaseiðing, en er staðráðin í því að láta mér batna sem allra fyrst. Ég hef því ákveðið að verði ég ekki orðin góð á mánudaginn, þá fer ég sko til doksa - er orðin hundleið og þreytt á þessu kvefstandi. Kallinn minn er að ná sér rólega, en hóstar mikið á nóttunni. En hann er harður af sér og mætir í vinnuna. Ég er reyndar ekki mikið sátt við það hvað hann er að vinna mikið þessa dagana, ég sé hann orðið svo lítið. Elskuna mína. :'( En sumar vikur eru langar og aðrar stuttar og þá fáum við að eyða meiri tíma saman. :-)

Annars er svo sem ekki mikið búið að gerast hjá mér þessa dagana, annað en að við Unnur vinkona skruppum í bíó og sáum langþráða mynd númer fimm af Harry, vini mínum, Potter. Þessi mynd er að vísu sú langdregnasta til þessa, en góð var hún. Ég er svo hrifin af þessum myndum... tíhíhí. ;-) En nú er hún Unnur mín að fara út aftur í dag og ég kem til með að sakna hennar mikið. Þó svo að við höfum ekki átt margar stundir saman í sumar, þá voru þær góðar og fróðlegar, sem og alltaf þegar að við hittumst. Verst þótti mér þó að við gátum ekki farið í útilegu allar vinkonurnar saman í sumar. Ætli ég hafi ekki eyðilagt það... svona eins og von er. En annars þá óska ég hér með Unni góða ferð og góðrar "heimkomu" (svona ef ég gleymdi því).

Nú svo styttist óðum í að skólinn hjá mér byrji aftur. Hlakka smá til þess, en hef jafnframt nokkur járn í eldinum að öðru leiti sem mér þykja ansi spennandi og hlakka til að takast á við. Hmm... Það kemur í ljós hvernig gengur.



Oft staðið hef með skugga yfir mér
Svolítð mál sem ekki’í burtu fer
Hef löngum leitað svara
Ljóti vildi’ekki fara

Spurnir flæða, stundum verður mér þá á
Sýnist dimma hér í hjarta mínu þá
Hef oft orðið brotin
Og alveg niðurlotin

En ljósið mitt í lífinu þú ert mér allt
Lýsir mínu hjarta, þig elska þúsundfallt

Draumar koma’og fara dimma nótt
Dagurinn rís og allt er hljótt
Hef þig hérna hjá mér
Hamingjusöm með þér

Meðan að ég veit þú virðir mig
Verða hjarta mitt og hugur fyrir þig
Hef okkur báðum brugðist
Bar sem mér einni hugðist

En ljósið mitt í lífinu þú ert mér allt
Lýsir mínu hjarta, þig elska þúsundfallt
Loksins sátt er líka
Lifi ást sem slíka

Lengi hefur langað segja þér
Lífið hefur kveikt í hjarta mér
Hef sofandi heyrt þú stynur
Samt er ég hjá þér vinur

Að lokum vil ég þakka vilja þinn
Vonir okkar gleymdu mér um sinn
Hef nú þakklát hlotið
Hamingju’ást og kotið

Skuggar hverfa’og spurnir eftir smá
Sjáðu ég vil alltaf vera þér hjá
Hef virt þig og vona
Ég verði alltaf þín kona

Því ljósið mitt í lífinu þú ert mér allt
Lýsir mínu hjarta, þig elska þúsundfallt
Loksins sátt er líka
Lifi ást sem slíka

Samdi þetta núna áðan sem texta við lag sem ég heyrði í mynd sem ég var að horfa á. Það er auðséð fyrir hvern það er, en það væri gaman að vita hvað ykkur finnst. Allri gagnrýni tekið með þökkum. :-)

Þar til næst,
Hrannsla.