þriðjudagur, mars 27, 2007

Lítið að gerast í lífi mínu þessa dagana...

Hver er nú þetta?
Sælt veri fólkið. Ég er greinilega ekki að standa mig í þessu bloggi mínu, enda er voða fátt að gerast þessa dagana. Alla vega ekkert stórmerkilegt. ;-)

Ég reyndar fór til tannsa á dögunum, með þessa svaka sýkingu við endajaxl sem ég er að taka. Ég fór til að láta taka tönnina, en var sett á sýklalyf til að kýla sýkinguna niður. En ég finn ekkert fyrir þessu núna og var því að spá í að hætta við að fara til tannsa og láta taka tönnina. Tannlæknar eru ekkert í uppáhaldi hjá mér, verð ég að viðurkenna. Fer ekki til þeirra nema í neyð, og þarna um daginn var neyð. Ég gat ekki einu sinni hugsað skýrt. En þetta reddaðist. :-)

Grímur frændi og Birna, hans náðuga kona, komu hér yfir stuttan tíma og var þá spilaður manni út í eitt. Það var ekkert smá gaman að fá einhvern til að spila við. Það eru víst ekki allir jafn hrifnir af spilamennsku og ég. En það var hrein Guðs gjöf að fá þau í heimsókn. Svo ekki sé nú minnst á að þau afhendu okkur fisk til átu og ýmislegt skemmtilegt fylgdi þessu góða fólki.

Það er búið að vera stórfurðulegt veður hér í borginni, ýmist snjókoma og kalt, eða rigning og heitt. Gula fíflið hefur lítið látið sjá sig, þó svo að dagarnir séu farnir að lengjast og séu þrátt fyrir allt nokkuð bjartir. En við búum nú á landi ísa og elda og megum víst við öllu veðri búast. ;-) Eins og oft er sagt: Iff jú dónt læk ðe veðer in æsland, jú djust veit a minit.

Jæja, elskurnar, ég vona að þið hafið það sem allra, allra best...

Hrannsla.

miðvikudagur, mars 14, 2007

Nú er úti veður... ekki gott, en heldur ekki vont :-/

Mamma og Guðrún að gefa öndunum, gæsunum og dúfunum í Laugardalnum. :-)




Sko þetta veðurfar á Íslandi er ótrúlegt. Í dag var annað hvort glampandi sól og blíða, Slydda og rok eða hagl. Það er ýmist í ökla eða eyra. ;-) Mér datt í hug, hreinlega, að nú væru allar víddir veraldar að opnast og engin takmörk sett á veðrið. En það reyndist þó ekki vera sönn hugdetta, þar sem veðrið róaðist undir kvöldið, þó að smá él sæust annað slagið. :-)



Nú er litla skutlan okkar farin norður aftur og ekki er laust við að það sé dálítill söknuður á heimilinu. En hún var mjög ánægð að hitta mömmu sína og hún lofaði að koma bráðum aftur í heimsókn. Það verður ekki langt fyrir okkur að bíða.



Á sunnudaginn var fórum við í heimsókn til vinafólks okkar. Þar býr einnig ung dama sem er á þriðja ári. Þessari litlu skvísu vantaði greinilega einhverja smá athygli, frá því sem hún er vön. Og tók hún sig bara til, á meðan mamma hennar og pabbi sinntu gestunum sínum, og skeit í borðstofuhillu foreldra sinna. Daman, sem er löngu byrjuð að fara á WC, kom svo hlaupandi til mömmu sinnar og sagði "búin mamma". Móðirin horfði á dótturina furðulostin og spurði hana að hverju hún væri búin. Daman brosti sínu breiðasta (eins og alltaf) og sagði "KÚKA". Foreldrarnir eltu barnið inn í borðstofu og sáu þar hinn myndarlegasta "manna" sitjandi í neðstu hilluni! Það gekk nú hálf erfiðlega að segja dömuni að þetta mætti hún ekki gera, því að gestirnir gátu ekki haldið hlátrinum ofan í sér. :-) En allt fór vel og engin slasaðist - sem betur fer.



Að lokum vil ég benda fólki á veðrið næstu daga, en hægt er að fá frekari upplýsingar á Veðurstofu Íslands. ;-)



Veðurhorfur á landinu næstu daga:



Á föstudag: Norðlæg átt, 5-10 m/s og él norðantil, en vestlæg átt, 5-13 m/s syðra og slydduél, hvassast allra syðst. Vægt frost fyrir norðan, en annars 0 til 4 stiga hiti.



Á laugardag: Norðaustan eða breytileg átt, fremur hæg víðast hvar. Éljagangur í flestum landshlutum og frost 0 til 8 stig.



Á sunnudag og mánudag: Norðanátt og éljagangur, einkum norðantil. Kalt í veðri.



Á þriðjudag: Sunnanátt með slyddu, en síðar rigningu, fyrst vestantil. Hlýnandi veður.



Á miðvikudag: Suðvestanátt og skúrir eða él. Fremur milt.



Jæja, ég segi þetta gott í bili.

C U,

Hrannsla.



P.S.

Hlakka til að sjá ykkur Birna og Grímur. :-)

þriðjudagur, mars 06, 2007

Lítil skvísa í heimsókn...






Þessi litla skvísa, sem myndin er af, heitir Guðrún Jóhanna og er hún í heimsókn hjá okkur í nokkra daga. :-) Í dag fórum við út með sápukúlur og í góða gönguferð. Það var svaka gaman hjá okkur. :-) Guðrún hefur verið mér afar hjálpsöm. Hún hefur hjálpað mér við að þrífa, hengja þvott á snúruna, ganga frá hreinum þvotti og að ryksjúga. Hún er afar dugleg. En það er líka ágætt að geta hvílt sig aðeins á eftir. ;-)

Annars er nú óskaplega lítið títt. Ég læt ykkur vita hér, um leið og eitthvað spennandi gerist í mínu lífi. -Vonandi verður það fljótlega, því að mig vantar einhverja spennu í lífið.- ;-)

Bestustu kveðjur til ykkar allra elskurnar,

Hrannsla.