mánudagur, júní 25, 2007

Komin heim úr sælunni.

Jæja gott fólk, þá erum við komin heim um stund, eftir nokkura daga dvöl í sveitinni. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hún á Barðaströnd. ;-)



Þessi stutta dvöl var alveg hreint yndisleg! Við fengum alveg brillíant veður og það ringdi bara einu sinni um nótt. Annars var þurrt og "gula fíflið" (sólin) var dugleg að sína sig. - Enda sést það afar vel á þeim brunarústum sem ég er í dag. ;-)


Þessi mynd hér er tekin við hylinn í landi sveitarinnar, við hjónin fórum þangað á laugardaginn til að kæla okkur - enda hitinn óbærilegur.

Við vorum ansi dugleg að klippa í burtu allt háa grasið sem var komið í kringum plönturnar okkar. Það tók reyndar drjúgan tíma - en það tókst á endanum. Og ég get stolt sagt frá því að mikið af plöntunum okkar lifði veturinn af. Meiri hlutinn af viðjunni, sem ég taldi af, lifði. Og birkið er að standa sig með prýði. Það sem ekki lifði, hafði farið upp úr moldinni, hvort sem það var að völdum vinds eða vatns. En við komum bara til með að setja nýjar í þeirra stað!!! Bara harka hér.

Nú svo að ég haldi áfram að tala um plönturnar mínar, þá færðum við frumburð okkar í sveitinni, ÖSPINA, á þann stað sem hún kemur til með að vera á. Það er vonandi að hún dafni vel þar, þó að jarðvegurinn sé ekki eins og góður og þar sem hún var. En hún er komin með sveran og sterkan stofn og hefur vaxið vel þessi þrjú ár sem hún hefur verið í sveitinni. (Hún er orðin svo falleg). :-D Reynitrén komu verst út, en við sjáum hvernig þau verða í júlí. Bjartsýni skaðar ekki.


Við hjónin fengum skemmtilegan dag í boði mömmu og pabba á föstudaginn. En þá byrjuðum við á því að stoppa á Breiðavík og nýttum okkur auðvita salernisaðstöðuna þar - enda allt þarna orðið mjög fínt og flott. Síðan stoppuðum við örlítið við Hvallátra, svona rétt til að smella af nokkrum myndum og brunuðum svo út á Látrabjarg. Þar gengum við Hafliði auðvita upp til að sjá, en nenntum ekki upp á efstu toppana. (LETINGJAR). En fyrir þá sem ekki hafa komið þangað er hér með bent á að ef þeir leggja leið sína þangað, að hafa með sér aðdráttarlinsu - því fuglalífið í bjarginu er stórkostlegt! Ég tók þessa mynd af lunda á Látrabjargi og tók það mig dágóðan tíma að komast svo nálægt honum. :-)


Nú síðasti, en alls ekki sísti, viðkomustaður okkar áður en við héldum heimleiðis, var Keflavík. Þessi mynd er tekin á leiðinni niður í víkina og þarna sést Rauðisandur fyrir miðju, en Keflavík sést ekki, en sjórinn gengur að henni vinstra megin. Ég mæli nú ekki með því að fólk fari á bílum þangað niður, enda ómögulegt fyrir fólksbíla. Oft á leiðinni tók ég andköf og hélt hreinlega að þetta væri mitt síðasta. Vegurinn niður að Keflavík (ef veg skyldi kalla) er ansi grýttur og mjór. Á köflum þarf að hlaða grjóti svo að bíllinn komist. En við höfðum það væntanlega af, þar sem ég sit hér heima hjá mér og skrifa þetta blogg. ;-)

Áður en að farið er niður að Keflavík, er hálfgerð skylda að búa til vörðu, svona rétt til að komast upp aftur. Það er alveg magnað að sjá allar vörðurnar sem hafa verið reistar á leiðinni. En það skrýtnasta er að þegar að við komum niður í víkina, var þar sirka tuttugu manna hópur frá Ferðafélagi Íslands, sem hafði gengið þangað og beið eftir þremur bátum til að sækja þau og ferða yfir að Hvallátrum. Þau voru öll ægilega ánægð með ferðina sína og skal engan undra, á svona fallegum slóðum. Þegar strákarnir komu að sækja fólkið á bátunum, höfðu þeir tekið með sér ýmislegt nesti og þar á meðal bjargfuglsegg, sem þeir gáfu okkur af líka. Ég gaf reyndar pabba mitt, þar sem ég sá að hann langaði svo í það. ;-) Svo ferjuðum við tuttugu bakpoka yfir að Hvallátrum, fórum svo aðeins í búðina og síðan heim. Þar sem allir voru búnir eftir ferðalagið, fórum við að sofa um klukkan tíu það kvöldið.


Á laugardaginn ætluðum við að gera svo mikið, en nenntum engu, þar sem að hitinn var 23 gráður í skugga. Þannig að laugardagurinn varð bara að því sem hann er: LAUGARdagur. Við hjónakornin sprautuðum vatni úr garðslöngunni hvort á annað - svona sturta! ;-) Nema að akkúrat þegar ég var með sápu yfir mig alla og Hafliði að gera sig reddí að skola mig, kom rúta keyrandi fram hjá, full af fólki. Og ég átti fótum fjör að launa, svo að þau sæju mig ekki standa þarna kviknakta! *Ég hlakka svo til þegar að sturtan verður komin upp inni í bænum* Þannig að vinnumikli laugardagurinn okkar, fór í algjöra leti og leiki. Það kom reyndar margt fólk í heimsókn þann dag, en það var ofboðslega gaman. :-)



Meira var það ekki í bili, enda er ég búin að blaðra nóg! En smá myndasería að neðan!!!

Hrannsla.













Mamma & Hafliði við björgunarsveitarskýlið í Keflavík.













Við hjónakornin í sveitinni.














Það er smá munur á bílnum okkar og Garðari! Eða hvað finnst ykkur???



Séð inn Patreksfjörðinn.















Pabbi að horfa á "björgunaraðgerðirnar" í Keflavík.












Hafliði minn að kæla sig í hylnum.











Pabbi & mamma með bjargfuglseggin sín í Keflavík.




Útsýnið frá okkur yfir Snæfellsnesið.

þriðjudagur, júní 12, 2007

Sumarið loksins komið???



Hún er nú fremur óskýr þessi mynd, en hún er af tvemur góðum vinkonum mínum. :-) Þeim Kristrúnu (Dökkhærð) og Björk (Ljóshærð). Ég er afar stolt af þeim báðum, þar sem önnur er á leið í nám til Danmerkur og hin er komin með góða vinnu, auk þess að vera með barn og mann. Lov jú görls!!!

En það er nú bara þannig að engar fréttir eru betri en slæmar og er núna ekki mikið að frétta hjá okkur (Svona eins og svo oft áður). ;-)

En ég fór nú á smá djamm með henni Björk og unum við okkur vel með bjór í hönd. Kristrún rétt rak nefið aðeins inn á okkur og spjallaði aðeins yfir smá smók. Það var bara gaman! Áætlunin var að kíkja síðan eitthvert út - en það klikkaði og er ég bara nokkuð fegin með það, þar sem að við höfðum það bara mjög gott tvær saman stöllurnar.

Unnur mín er komin heim til landsins og núna síðustu daga höfum við verið að fá okkur göngur í blíðunni. Það hefur verið svakalega gott og afar yndælt. Við erum búnar að ganga aðeins um Elliðaárdalinn og Laugardalinn. :-) Á morgun er förinni heitið á Heiðmörk - krossa putta um að það verði gott veður. ;-)

Það er búið að vera svo gott veður undanfarið og skapið auðvita eftir því. Svo fer að styttast í það að sautjándi júní komi og þá verður stuð. Bogga og Guðrún ætla að vera hjá okkur yfir þá helgi sem og litla sæta Kristín María, frænka mín. Ég elska þessi litlu frændsystkin mín öll! Þau eru svo æðisleg!!! :-)

Það var einmitt eitt barn að bætast við í hópinn. Óli frændi minn og hans heitt elskaða eignuðust annan son sinn á dögunum. Ég hef nú reyndar bara séð myndir af drengnum og er hann voða sætur, enda ekki langt fyrir hann að sækja það. :-) Svo eru auk þessa tveggja drengja sem fæðst hafa á þessu ári, tvö á leiðinni í fjölskyldunni. :-) Þannig að fjölgunin í ættinni er gífurleg um þessar mundir og efast ég ekki um að þau gömlu (amma og afi) brosa sínu breiðasta núna, þar sem þau eru.

Mér finnst reyndar hálf ósanngjarnt hvað ég á það gott um þessar mundir, meðan að vinir mínir ganga í gegnum ansi erfitt tímabil - en við vonum að það sé á enda komið. En ef ykkur (Þið vitið hver þið eruð) vantar einhverja aðstoð - þá er bara að hringja og við gerum hvað við getum. Engin bón er of stór!!! Við erum til staðar!

Jæja, þá kalla ég þetta gott í bili. Bestu kveðjur til ykkar allra - knús og kossar,

Hrannsla.

P.S. Mamma á afmæli þann sextánda þessa mánaðar - einhver hugmynd um gjöf sem ég get gefið henni???

mánudagur, júní 04, 2007

Þekkjirðu mig?

Hveru vel þekkjir þú mig? Sláðu á slóðina hér fyrir neðan og taktu prófið. :-)

http://www02.quizyourfriends.com/takequiz.php?quizname=070604173359-436228

Láttu mig vita hversu vel þú þekkjir mig... ;-)

föstudagur, júní 01, 2007



Eins og sjá má á myndinni er garðurinn með fram húsinu sem við búum í alveg sundur grafinn. Það segir bara að framkvæmdargleði eigandanna er ekkert að minnka. ;-) Reyndar er málið ekki svona einfalt.

Það voru fengnir píparar til að skipta um rör í kjallaranum og áttu þeir að ganga vel frá, að sjálfsögðu. En það fór ekki betur en svo að þeir gengu ekkert frá eftir sig og gerðu gat á kaldavatnsrör, svo að nú er Orkuveitan búin að grafa fjórar djúpar holur í garðinn - aukalega við hina sem pípararnir grófu - og eina til á miðjum sjálfum veginum. Og hana nú!

Þessir dagar snúast voðalega mikið um að gera sem minnst, þar sem bakið mitt er molum og allt sem því fylgjir. *Æ, æ, og aumingja ég* En það kemur dagur eftir þennan, eins mun stytta upp um síðir. Og það verður góður dagur. Ég er uppfull af bulli hvort eð er, þannig að ekki ætti að koma neinum á óvart allt bullið í mér núna. ;-)

Á morgun er okkur hjónakornunum boðið eitthvert út, til kvöldverðar. Og það sem að það eru foreldrar mínir sem standa fyrir þessu boði, efast ég ekki um að það verði athyglisvert kvöldverðarboð. ;-)

Nú læt ég þetta gott kallast og bið um að ykkur megi líða sem best.

Kveðjur,

Hrannsla.

P.S.

Þið sem fylgjist með Lost á Rúv, endilega kíkjið á þetta - Bara fyndið og gaman af! Sawyer, Sawyer Lock. ;-)

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=109594