sunnudagur, ágúst 27, 2006

Stundartaflan

Jæja, þá stundartaflan mín komin í mínar hendur. Einhvernveginn svona lítur hún út:
Mánudaga frá 8:10 til 16:20. Þriðjudaga frá 9:15 til 14:10. Miðvikudaga frá 8:10 til 14:10. Fimmtudaga frá 8:10 til 16:20. Föstudaga frá 9:15 til 11:35.

Vikan hefur liðið nokkuð hratt.

Litla systir mín var hjá okkur fram á miðvikudag og ég saknaði hennar strax, eiginlega áður en hún fór. Vonandi sjáumst við bráðum aftur. :)

Skólinn byrjaði á þriðjudaginn og gekk vikan í skólanum bara vel.

Meira seinna...

Kveðjur,
Hrannsla.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Menningarnótt...

Vá! Flugeldasýningin var geggjuð!

Það var svaka gaman að sjá flugeldasýninguna. Við sátum auðvitað á fremsta bekk (þ.e. sátum á grjótunum við sjóinn). :) En það hefði mátt vera aðeins dimmara.

Það var afar gestkvæmt hjá okkur í gær. Birna og Grímur komu á föstudaginn og gistu. :) Svo í gær komu gestirnir, Bjössi og Rúna, Eva, Lóa og Máni frændi þeirra. Það var svaka gaman að hitta alla. Það er orðið allt of langt síðan við höfðum hitt Bjössa og Grím. Það er styttra síðan við hittum alla hina. ;) En samt æðislegt að sjá svona marga ættingja. :)

Jæja, á mánudaginn kemur stundarskráin sem ég ætlaði að sækja á föstudaginn en mátti það ekki því ég er nýnemi við þennan skóla, F.Á. Skólinn byrjar á þriðjudaginn.

Læt ykkur vita hvernig hún er!

Kveðjur,
Hrannsla.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

RVK

Nú styttist í að skólinn fari að byrja aftur. Mikið hlakka ég til að hafa eitthvað alminnilegt að gera. Veturnir eru kærkomnir, sérstaklega ef maður er svona aumingji eins og ég. ;)

Ég er ekki alveg viss hvernig veturinn æa eftir að koma út, bæði andlega og fjárhagslega. Þeir hjá TR eru alltaf svo svifaseinir. En vonandi reddast þetta.

En á léttari nótunum, þá er allt gott að frétta. Mikil leti í mér þessa dagana og í augnablikinu sit ég á kaffihúsi í Kringlunni. Það er ágætt að koma hér og hér er heitur reitur fyrir tölvur. :)

Menningarnótt er framundan og læt ég vita hvarnig var síðar og hvernig blessaða stundarskráin mín kemur til með að líta út.

Jæja, vonandi að þið hafið það gott.

Hrannsla.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Komin heim í borgina.

Þið gætuð aldrei trúað hve gott mér þótti að koma í rúmið mitt. Það var hreinn unaður. mmm...

Við erum sem sagt komin heim. Það er svo sem ágætt, en sakna ég þó ferska sveitaloftsins og að vakna upp við fuglasöng og lækjarnið.
En eftir vetur kemur aftur vor og þegar sól hækkar á lofti á ný eftir vetrarskuggana, þá förum við aftur í sveitina. :)

En nú er ég bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur. Hafliði er byrjaður að vinna, en ég sækji stundaskrána mína á föstudaginn ásamt völdum hópi góðra kvenna (Kristrúnu og Björk).

Ég heyrði í Birnu í gær og var elskulegi Grímur hennar að koma í land í gærkveldi. Ég reyndi svo aftur að hringja í hana í hádeginu í dag, en fékk ekkert svar. Hmm... hvað ætli þau hafi verið af sér að gera? ;) Bara smá jókur.

Í gær fór rafmagnið af helming íbúðarinnar sem við leigjum og ég hélt að kerlingin á neðri hæðinni yrði vitlaus yfir því að hafa ekki sjónvarp. Loftnetstengingin er nefnilega tengd við rafmagn hjá okkur og akkúrat þann hluta sem rafmagnið fór af.
Kannski ætti ég að rukka hana um loftnetsrafmagn?

En allt komst í lag í dag. Hjörtur frændi reddaði því. Takk Hjörtur, enn og aftur.

Jæja, við sjáumst síðar.

Hrannsla.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Snöggt snöggt

Nú skal kvaddur fjörður sá er kenndur er við Patrek og haldið skal heimleiðis.

Fyrsta stopp, Brekkuvellir, Barðaströnd. Þar verður stoppað yfir nótt og svo tökum við bátinn á hádegi túmorró. En rúmið mitt býður heima eftir mér. Oh. mann hlakkar svo til, en sárt er að kveðja vestfirðina. En við komum alltaf til með að koma aftur. ;)

Til Birnu veitingahússtýru:
Þökkum kaffi, kökur og stúss
Og kímnina er höfðum af gaman.
Fljótt sjáumst aftur yfir kaffi-sjúss
Að sjálfsögðu öll þá saman.

Þó söknuður grípi þig svolitla stund
þá skaltu vita við hittumst senn.
Þá fjögur við höldum vor fagnaðarfund
Í friði sem kurteisir menn.

Elsku Birna, kærustu þakkir fyrir okkur! Sjáumst fljótt.

Bestu kveðjur til Grímsa,
Hrannsla og Hallini.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Ó ó...

Og,
P.S.
Vonandi eru engvir Tálknfirðingar sárir við mig... ;)

Hrannsla.

Kampakát...


Nú er ég kampakát. :)

Ég fékk það í gegn að taka prófin í Smugen (Tálknafirði). Það er bara yndislegt.

Ég held að það ætli bara alls ekki að stytta upp hér á Patró. Hmm... Það var annars fínt veður í gær, en þá vorum við í sveitinni. It was lovely.

Birna er enn og aftur að skjóta yfir okkur skjólshúsi. Hún er svo blíð og góð greyið. Grímur hennar er enn á sjó, en er væntanlegur í land þann 17. ágúst.

Við förum heim til höfuðborgarinnar þann 12. ágúst. Ég hlakka geðveikt til að fá rúmið mitt aftur, en kveð með söknuði sveitasæluna og fiskinn sem ég aldrei veiddi í þessari ferð. My God it´s been great being here!

Nú kveð ég að sinni með mynd af mér kampakátri og sól í hjarta þó rigni úti.

Hrannsla.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Með von í hjarta #

Nú krosslegg ég fingur og tær og vona að ég fái að taka prófin í grunnskólanum á Tálknafirði. Því að ef ekki þarf ég fara suður til Reykjavíkur fyrr en ég ætlaði mér. Ef allt gengur upp þá getum við hjónakornin aðstoðað í sveitinni, það er að segja, ef að þau (mamma og pabbi) geta á einhvern hátt notað okkur.

Annars, þá var að sjálfsögðu haldin brenna á laugardaginn var niðri á Rifi neðan við Brekkuvelli. Og var þetta sú flottasta til þessa. Mæting var nokkuð góð, þó sérstaklega af hálfu Haukabergsfólksins. Það bar eitthvað minna á okkur Brekkuvallarfólkinu. Vonandi verðum við fleiri að ári.

Það er búið að rífa bíslagið á bænum (þeir vita um hvaða bæ ég tala sem mig þekkja) og er byrjað á nýju. Við erum búin að setja niður 103 birkiplöntur, 139 viðjuplöntur, 4 reyniplöntur (og erum með 6 í pottum) og eina ösp. En þetta er að sjálfsögðu allt til geymslu til 2ja ára.

Þar til næst, bless bless,

Hrannsla.

föstudagur, ágúst 04, 2006

Birna mín!


Þetta er hún Birna mín. Hún er kærastan hans Grímsa frænda. Hún er búin að vera rosalega góð við mig að leyfa mér að koma hingað heim til sín og læra og sturta mig og spjalla með kaffi og sígó. mmm... Hún er algjör rúsínudúlla. :)

Kveð ég nú að sinni,

Hrannsla.

Enn komin á Patró

Enn er ég komin á Patró til að skila verkefnum og sturta mig.

Það er svo gott.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Velkomin/nn...

Jæja, þá er ég loksins búin að opna bloggsíðu eftir rúmlega ársfjarveru. Vonandi að þið getið haft gaman af.

Ég er núna stödd á Patró, nánara tiltekið í heimsókn hjá Birnu minni. Hér er einnig stödd vinkona okkar hún Rúna. Við sitjum hér, drekkum kaffi og reykjum okkur í kaf. ;-)

Verð að drífa mig til Evu frænku núna að þvo þvott, svo að ég komist sem fyrst á Brekkuvelli í sólina. :-)

Kveðjur,
Hrannsla.