þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Lasaríus...

Komiði sæl öll sömul aftur,

ég er búin að vera lasin síðustu viku. Hélt reyndar á tímabili að ekki væri hægt að hósta meira, en einhvernveginn tókst mér að slá sjálfri mér út af laginu (ef lag skildi kalla) og hósta mig í kaf. Ég held reyndar að margir hafi orðið mikið veikari en ég, en ég get svarið það að á fimmtudaginn var, var ég að því komin að gefast upp og langaði mest bara til að hætta að anda. En það gerði ég auðvita ekki. :-)

Það er sem sagt ekki svo mikið sem hefur verið að gerast hjá mér, annað en snýtubréf á náttborðinu ásamt allskonar vítamínum og sýklalyfjum. Reyndar hafa verið gestir hjá okkur. Á sunnudag fram á þriðjudag voru "litla systir" og kærastinn hennar hjá okkur. Ég verð nú að segja það að það er alveg sama á hvaða tíma sólarhrings maður hittir þau, þau eru alltaf jafn falleg bæði tvö. :-) Á þriðjudaginn kom mágkona mín og dóttir hennar og voru fram á sunnudag, nema hvað að litla skvísan fór til föður síns á föstudegi og hitti mömmu sína á vellinum á sunnudaginn. Það var nú meiri ævintýraförin hjá þeim. :-)

Pabbi segjir að ég sé að segja frá veikindum mínum hér til að fá vorkunn og héld bara svei mér þá að hann hafi eitthvað rétt fyrir sér. Sem reyndar kemur sárasjaldan fyrir... hehehe... ;-)

Jæja, ég vona að þið hafið haft það nokkuð gott greyin mín gráu.
Þar til næst bið ég að heilsa og bið ykkur vel að lifa.

Bestu kveðjur,
Hrannsla.

P.S. Bogga mín, ég er afar glöð að þið eruð komnar heilar á húfi heim!

föstudagur, nóvember 10, 2006

Ömurlegt veður.

Sæl öll! Long time no see. ;-)

Núna síðustu tvo daga hefur veðrið verið að leika okkur grátt hér á suðvesturlandinu. Það er búið að vera fremur hvasst (fór til dæmis upp í 25-30 m/s síðustu nótt). Það hefur ýmist ringt eða snjóað. Þannig að blautt er það þessa dagana. Það er kannski þess vegna sem flestir virka svo niðurdregnir og þungir þessa stundina. Kannski er það hins vegar bara slæmt "Karma" í andrúmsloftinu sem orsakar vandræðagang síðustu daga.

Það er sem sagt búin að liggja álög á síðustu dögum hjá mér og mínum. Ég er farin að halda að óheppni mín sé smitandi. Það er nefnilega þannig að allt hefur gengið á afturfótunum hjá mér upp á síðkastið og meira að segja Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur verið á móti mér. Þær bækur sem mig hefur vantað eru aldrei inni! Bara svona til að koma með dæmi.
En í gær fór "Karmað" alveg með félagann þegar ég sat í makindum mínum í bíl mínum á bílastæði og talaði í símann, kemur þá ekki þessi svaka Patrol og bakkar á bílinn minn. Þeir sem ekki vita það, þá er ég á litlum Polo. Helv... bílstjórinn hægði ekki einu sinni á sér, heldur bakkaði bara á mig. :-( Þannig að ég var 4 1/2 klst á slysó í gær og fékk "dísur" til að sofna.

Það er mikill ókostur að vera svona óheppin, það er smitandi. Góð vinkona mín hefur sko fengið að finna fyrir því. Hún er búin að vera í bagsli með að fá íbúð sem henni var lofað. En vonandi gengur það upp sem fyrst dúllan mín.

Jæja, krúttin mín, ég spjalla við ykkur von bráðar. Hafið það öll sem best.

Kveðjur,
Hrannsla.