föstudagur, október 26, 2007

Hugleiðingar um vináttu...

Ingveldur og Unnur Helga, vinkonur mínar. :-)

Sælt veri fólkið, það er að segja ef að einhver les þetta. :-)
Ég er búin að vera að velta því fyrir mér um tíma hvað vinir væru mikilvægir og hvernig ég gæti haldið sem fastast í þá fáu vini sem ég á. Lengi vel hélt ég að ég ætti heilt vagnhlass af vinum. En komst svo að því að greinamunur er á vinum og kunningjum.




Kunningjar eru fólk sem ég þekkji að nokkru leiti, en hef lítið sem ekkert samband við. Kunningjar mínir eru þó nokkuð margir og þykjir mér afskaplega vænt um það fólk. Vinir hins vegar er það fólk sem að ég leita eftir að hafa samband við.

Ég er mjög rík. Ég á fáa, en afskaplega góða vini. Vinir mínir eru allir yndislegt fólk, hver á sinn hátt og allir eru þeir afar ólíkir persónuleikar. En allir eiga þeir það sameiginlegt að ég get alltaf leitað til þeirra ef eitthvað bjátar á. Þeir hlægja með mér, en ekki að mér. Þeir tala allir við mig sem jafningja, þó að ég sé kannski ekki alveg eins gáfuð og þeir. :-) Þeir gefa mér von í myrkrinu og hugga mig ef að sorg ber að. Þess konar fólk kalla ég vini mína!

Sumir vinir mínir eru afskaplega duglegir að hafa samband og búa til tíma til að bjóða mér í kaffi. Aðra hitti ég sjaldan, en þeir eru samt sem áður það fólk sem mér þykjir hvað vænst um. Ég er svo stolt að geta kallað allt þetta ólíka fólk vini mína!

Ég setti hér fyrir ofan mynd af tvemur góðum vinkonum mínum, sem ég er afar stolt af. Þær eru mjög ólíkar persónur, en alveg yndislegar báðar. Stundum langar mig að hringja í þær og segja þeim að mér þykji virkilega vænt um þær og hversu mikils virði þær eru mér í lífinu, en þori það ekki. Ég er dálítið hrædd um að þær haldi að ég sé að verða geðveik. ;-)


Ég á hérna þrjár litlar vísur um vini! :-) Sem ég ætla reyndar að semja núna. ;-) Hehe...


Hvort veistu að þú átt vin í raun
Vinur þig huggar er þú grætur
Sú vinátta þér veitir hamingjulaun
Og vill alltaf hafa á þér gætur
---
Sá er vinur sem treystir þér líka
Þó sífellt regn strái tárum
Heppin að hafa vináttu slíka
Hönd vinarins gerir að sárum
---
Líf án vina er vonlaus braut
Þá verður hugsunin lin
Vinnst með vini hver einasta þraut
Veglegt að eiga þann vin



Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst öllum mínum vinum. Án vina minna, væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Vinátta er mikils virði og ég ber virðingu fyrir góðri vináttu. Bestu vinir mínir leita til mín ef eitthvað er að og ég reyni að að vera þeim jafn góður vinur og þeir eru mér. Ég vona að ég standi undir því.




Bestu kveðjur í bili,


Hrannsla.





P.S. Mér er batnað steinavesenið, en bakið að drepa mig enn eina ferðina. Svo að ef að þetta blogg virðist hálf furðulegt, þá er það svefnleysið... Alls ekki það að ég sé eitthvað rugluð. ;-)

þriðjudagur, október 16, 2007

Ég hlít að vera úr steinaríkinu... ;-)


Jæja, sælt veri það fólk sem enn fylgjist með mér. :-)

Mér skilst sem svo að löngu sé orðið tímabært fyrir latan bloggara að koma með nýja færslu hingað inn. Þannig að ákvörðunin um að blogga núna, var bæði af minni eigin ákvörðun, sem og að láta undan þeim væga þrýstingi sem ég hef verið beitt. (Bæ ðe vei, ég elska svona þrýsting, þá veit maður að einhver les þetta bull mitt).

Það hefur svo sem ýmislegt gengið á frá síðustu færslu, en ég ætla ekkert að vera að þylja það allt upp núna. Ástæða þess er afar einföld, ég nenni því ekki. ;-)

En helgin var viðburðarrík -auðvitað. Á laugardaginn var ég niðri á her til kl. 18:00. En á leiðinni heim byrjaði ég að finna fyrir erfiðleikum með að kingja og verk vinstra megin í "hálsinum". Svo dreif ég mig bara heim og við borðuðum kvöldmat saman, við hjónakornin. Svo komu gestir sem stoppuðu hjá okkur til rúmlega tíu, en þá var verkurinn í hálsinum orðin verulega slæmur og kúla (bólga) sem var byrjuð að vaxa út undan hökunni á mér var orðin ansi stór.

Nú sagan er eiginlega þessi: Að um miðnætti hringdi ég á lækni, því mér var ekkert farið að lítast á þetta. Svo kom hann og skoðaði mig í bak og fyrir. Hann ætlaði að skrifa upp á sýklalyf þegar að honum allt í einu datt í hug að spyrja mig hvenær þetta byrjaði að vaxa svona og verða svona sárt. Ég auðvita svaraði honum: Um kl.18 í dag. Þá hætti doksinn bara að skrifa og tók upp nýja pappíra og sagðist senda mig niður á Borgarspítala - sem hann gerði.

Eftir alls konar rannsóknir þar, sem leiddu ekkert í ljós, var ég útskrifuð á sunnudagsmorgunin. En sagt að koma aftur fyrir klukkan fjögur og tala við háls, nef og eyrnalækni. Eins hlýðin og ég er, gerði ég það auðvitað. Þar var ég send í myndartöku og í ljós komu þrír litlir kalksteinar sem stífluðu einn munnvatnskirtilinn vinstra megin. Ég var svo dregin inn á einhverja stofu þar sem þessir steinar voru skornir, klipptir og flísatangaðir úr kirtlinum mínum. Um leið og kirtillinn minn var laus við þessa óvætti sína, byrjaði hann strax að sjatna og dæla út vatni.

Áður en ég var send heim aftur, var mér sagt að vera dugleg að "mjólka" kirtilinn og að slappa bara af næstu fjóra daga. Nú hef ég verið rosalega dugleg við að "mjólka" og kúlan sem var á stærð við kíví, er nú bara eins og lítið vínber. :-) Dugleg maður - vááá... ;-) Ég hef líka verið dugleg að slappa af, þar sem ég hef verið eitthvað hálf skrítin eftir þessa steina... Eða svo satt sé, þá hef ég verið drulluslöpp. Og dagurinn í dag verri en sá í gær. Kannski vegna þess að í dag er ég komin með hita.

En sem sagt, af þessu má sjá að ég hlít að vera komin af steinaríkinu. Ég hef nú prufað nýrnasteina nokkru sinnum, gallsteina líka (eða þar til gallblaðran var tekin) og nú er það nýjasta; kalksteinar í munnvatnskirtil. Geri aðrir betur. (hehehe... :-) ) Ég vona bara svo innilega að svona steinasafn komist ekki í tísku.

En svona hljóðaði nú sú saga.


Ég bið ykkur gott fólk að gæta ykkar vel á öllu því grjóti sem þið komið nálæt, því að það getur sest að í líkama ykkar! En hafið það sem allra best elskurnar og það verður vonandi ekki svona langt í næstu færslu. ;-)

Bless í bili,
Hrannsla.