miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Engillinn vakir...



Vá! Sáðuði skýin í kvöld - þið sem eruð í Reykjavík??? Minnir mig á engil sem vakir yfir okkur syndgurum þessa heims. Ekkert smá flott að mínu mati. Eða hvað finnst ykkur?

Meðan mannfólkið veður í synd

Mun þó engill hér láta sig sjá

Það sýnist á þessari mynd

Þó hann láti sig lítið um fá.

Hrannsla.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Þjóðlegur póker með vafasömu ívafi...







Eins og sjá má á myndinni, er ekki annað hægt að segja en að þjóðlegheitin hafi verið í fyrirrúmi síðustu daga og að maður eigi stórfurðulega vini og ættingja sem hjálpa manni a' búa til íslenska þjóðfánann úr spilapeningum. En allt er þetta frábært fólk sem ég ekki vildi missa. Sum uppátækin eru bara stórskemmtileg - þó furðuleg séu. En svona sem sagt endaði stórskemmtilegt pókerkvöld! Það var svaka stuð og er rétt frá því að segja að yngsti meðlimur spilenda vann spilið með tvennum.


Helgin gekk sem sagt vel með afburðaskemmtilegu fólki innanborðs (-já mamma og pabbi, þið eruð meðtalin-). Svo snýst þessi vika sem nú er rétt að byrja um vinnu, skóla og sjúkraþjálfun. Auk þessa er önnur þjálfun sem við komum bæði til með að stunda af herkju, en þeirri þjálfun verður ekki gerð betri skil hér - að sinni. ;-)


Jæja elskurnar mínar, ætli ekki sé best að koma sér að verki. Rykið og þvotturinn bíða ekki endalaust - einhver gæti séð um það fyrir mig - og það er ekki gott af missa af þessum tvem uppáhaldsverkefnum mínum í lífinu... ;-)
Veriði sæl að sinni,
Hrannsla.

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Litli frændi minn...



Þessi litli drengur er sonur Sigga frænda míns og unnustu hans, Helen. Drengurinn fæddist í dag (22.02.07). Ég var svo heppin að fá að heimsækja hann og foreldra hans aðeins 9 klukkustundum eftir að hann kom í heiminn. :-)

Litli guttinn verður greinilega algjört kvennagull, enda ofboðslega sætur. Hann á nú ekki langt að sækja það. ;-)

Annars er bara ósköp lítið að frétta af okkur, Hafliði vinnur eins og hestur. Hjá mér er það skólinn og sjúkraþjálfun á tvem stöðum.

Þar til næst, bið ég ykkur vel að lifa og hagið ykkur nú vel!!!

Hrannsla.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Ný þvottavél, flensa og Eiki Hauks.

Sæl aftur elskurnar mínar.

Meðfylgjandi mynd er ekki af geimskipi eða nokkurs konar utangeimstæki, heldur er hún af nýju þvottavélinni minni sem er 1600 snúninga og tekur 7,5 kg. Ég er, eins og við er að búast, ekkert lítið stolt af henni. Er þetta í fyrsta skiptið á ævi minni sem ég eignast svona nýja þvottavél og sést "móður-þvottavéla-stoltið" langar leiðir. ;-) Það er alveg yndislegt að vera komin með þvottavél heima hjá sér á ný. Vil ég þó koma á framfæri innilegum þökkum til foreldra minna og Kristrúnar vinkonu, fyrir að leyfa mér að henda þvotti í þvottavélar þeirra á meðan við vorum þvottavélalaus! Takk-Takk-Takk!!!


Hér, á þessu heimili, hefur flensan átt stóran sess í lífi okkar síðustu vikur og rænan verið ansi tæp á köflum. En ég er að verða fullfrísk og kallinn líka. :-)
Maður furðar sig á því hvað það er gott að geta komist út fyrir hússins dyr og séð eitthvað annað en íbúðina sem maður býr í (ekki það að útsýnið sé eitthvað slæmt).
Elskuleg móðir mín hefur verið ansi dugleg að koma til okkar með hóstasaft og styrkjandi vítamín. Hún flakkaði á milli okkar heimilis og síns eigin, færandi fórnir á sinn eigin líkama svo okkur hinum liði betur og færum við þakkir fyrir það. Takk mamma mín. Ég elska þig!


Nú, í sambandi við Evróvísjon! Hmm... Eiríkur "rauði" að fara til Helsinki fyrir okkar hönd. Hvernig líst ykkur nú á það? Mér persónulega líst vel á það. Það er þó skondið að við sendum elsta manninn sem tók þátt í ár. En hann hefur mikla reynslu og er stuðhundur. Hann hefur meira að segja reynslu af að keppa fyrir tvö lönd, þó bara annað í einu. Kannski er það rauða hárið sem gerir hann svona ómótstæðilegann??? En alla vega - Til hamingju Ísland!
Nú krossar maður bara puttana og vonar að "Sylvía" hafi ekki eyðilagt allar framtíðaráætlanir okkar Íslendinga um að komast upp úr forkeppninni. Það væri synd.

Jæja elskurnar mínar, ég vona það svo innilega að þið eigið góðar stundir í náinni framtíð.

Hrannsla.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Koma svo... Áfram Ísland!


Hvetjum strákana í landsliði Íslands í handbolta til sigurs gegn Rússunum í kvöld!
Við erum svo stolt af ykkur -strákar-!
Kveðjur,
Hrannsla.