fimmtudagur, janúar 10, 2008

BLOGG - LOK!

Ég hef ákveðið að færa mig um set og loka þessari bloggsíðu þann 1. febrúar n.k.

Í staðin bíð ég upp á endurbætta bloggsíðu: http://draumadisa.bloggar.is/ , Og vonast til að þið heimsækjið mig þar. Þeir sem ekki vita lykilorðið geta haft samband við mig.

Bestu kveðjur og þökk fyrir góð samskipti á liðnum árum,
Hrannsla.

mánudagur, janúar 07, 2008

Gleðilegt nýtt ár - 2008.

Þessi mynd er af litla sæta jólatrénu okkar.
Jæja elskulega fólk. Gleðilegt nýtt árið og takk fyrir allar gjafir, öll kort og hlýjan hug!







Jólunum lauk nú bara í gær, en ég er samt ekkert að flýta mér að taka þau niður á mínu heimili - ég meina, íbúðin er svo fín og falleg í svona skraut-búningi. Það er alveg satt!


En alla vega, þá vona ég að þið hafið haft það rosalega gott yfir hátíðirnar og borðað á ykkur gat, svona rétt eins og við. ;-) Þetta hefur verið ógurlegur át-tími og maður myndi örugglega sóma sig með prýði í stíjunum hjá grísunum í húsdýragarðinum.

Jólin hjá okkur voru fremur óhefðbundin. Við vorum tvö í fyrsta skipti á jólunum. En vitiði hvað??? Við fíluðum það bara mjög vel. :-) Við fórum í messu í Langholtskirkju á aðfangadag, en ég efast um að við látum sjá okkur þar aftur á komandi árum, sökum mikils galsa í ykkar mönnum. En það var alla vega mjög gaman hjá okkur!

Við komum svo heim eftir messuna og elduðum okkur þetta fína og flotta Londonlamb með öllu tilheyrandi. Mmmm... Það var æðislegt og ég komst vel að því að við gætum þetta alveg sjálf. ;-) Mamma og pabbi komu svo og opnuðu gjafirnar með okkur. Þau fengu sér líka smá smakk af eftirréttnum (sem var ís) og kaffi - þetta var ógurlega gaman og spennandi á köflum. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan.
Ég held svei mér þá að gjafirnar undir trénu þetta árið hafi sæmt stórfjölskyldu. Sem er nú harla ólíkt þeirri sem við búum við. En samt sem áður segir það okkur að margir hugsa hlýtt til okkar og okkur þykjir afar vænt um það!


Jóladagurinn rann sitt skeið með meira af áti og afslöppun (ekki veitir af því að slappa af og hvíla sig svo vel á eftir). Eða er það ekki málið? Annar í jólum var við það sama, en þriðja í jólum var vinnudagur og svo fórum við norður þann fjórða í jólum.


Við ætluðum nú aldrei að komast norður vegna þess að bíllinn okkar var búinn að liggja á verkstæði yfir jólin. Svo þegar að við ætluðum af stað, þá fór kveikjuhamarinn og eitthvað sem að ég ekki man hvað heitir. En það blessaðist fyrir rest og við sluppum á bílnum. Það mátti þó ekki miklu muna að við kæmumst ekki vegna veðurs - en við sluppum lánsamlega við það líka. Þannig að segja má að för okkar hafi tekist vel ef miðað er við útlit og undirbúning (sem var af skornum skammti). En hvernig var það nú aftur, var ekki "smá" rigning hér sunnan heiða? ;-)

Við unnum okkur vel fyrir norðan í sannkallaðir matar-svallveislu. Það var ægilegt fjör hjá yngsta meðlimnum þegar "Haliði" frændi kom. Það var bara gaman af því. Þó verð ég að viðurkenna að ég skil ekki hvers vegna "amma" breytist allt í einu í "Haddí" hjá skvísunni. En áramótin voru með nokkuð góðu móti þetta árið og spilamennskan í fyrirrúmi og okkur fannst það sko ekki leiðinlegt.
Hér koma nokkrar myndir frá áramótunum fyrir norðan - á Dalvík:

F.V. Bogga, Haddí, Hafliði og Rúnar (öll að segja "ostur").












Guðrún Jóhanna og Elvar Freyr orðin þreytt á að bíða eftir að komast út og horfa á "sprengjurnar".
Systkinin (Bogga og Hafliði), hafa örugglega sjaldnar verið jafn góðir vinir og þarna. ;-)
Bogga að knúsa Guðrúnu, sem var að tía sig í bólið og hvíla sig. Mæðgurnar voru svo fínar og sætar!
Við Bogga rétt áður en við fórum út að sjá "sprengjurnar".
Jæja, dyggi leshópurinn minn.
Ég óska ykkur öllum hamingju og friðar á nýja árinu og megi ykkar farnast vel í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur á því herrans ári -2008!
Bless í bili,
Hrannsla.