Úfið hár, meikið úti um allt og maskarinn niðurlekinn...
Úfinn sjór við Gróttu á dögunum.
Sæl verið þið yndislega fólk! :-)
Það er vægast sagt búið að vera leiðinlegt veður upp á síðkastið. Það ýmist rignir eða snjóar, og þess á milli er slydda. Ég er farin að halda að við hjónin séum flutt upp í Grafarholt, eða efra Breiðholt af rokinu að dæma. Það virðist alltaf hreint vera rok, eða hvasst. Þetta er nú að verða ágætt. Ég held að við íslenska þjóðin séum búin að ná því að veturkonungur sé kominn í heimsókn.
Það þýðir víst lítið að bögga veðurfræðingana með því að biðja um betra veður. Nema kannski 30 gráðurnar. Hann gæti kannski tekið því vel, svo lengi sem að maður gerir ekki gys að honum. ;-) En ég vona nú að þetta rok fari að lægja! Kannski ég ætti að spjalla aðeins við "herforingja-veðurfræðinginn" á morgun. Æ, nei, hann gæti tekið því stinnt upp greyið... Eða kannski við þennan sem stendur alltaf fyrir austfjörðunum og gerir alla á því landssvæði "vitlausa". Hehe... :-)
En nóg um veður og þess konar fræðinga.
Það er greinilegt að mánaðrmótin eru komin. Allir eru kampakátir og brosa niður í tær. Sumir hreinlega sleppa sér í verslunarleiðangri og kaupa auðvita allt sem er á tilboði, þó svo að þeir hlutir séu alls ekki efst á þarfalistanum þá vikuna. Það sást líka vel í "vinnunni" í dag að kominn væri nýr mánuður. Það var nákvæmlega ekkert að gera, þannig að við spjölluðum bara allan tímann og hugleiddum að taka Yatzí, en nenntum því nú ekki einu sinni. :-) letidagur og rok og rigning og og og... :-)
Jæja, þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili. En mig langar að segja ykkur frá því að það eitt lag sem alltaf kemur mér í gott skap, hvernig svo sem viðrar. Þetta lag fær mig ALLTAF til að brosa!
Er napur vindur nýstir kalda kinn
Og nóttin breiðist yfir bátinn minn
Ég kemst ei hjá að hugsa vina heim til þín
Og hugsunin, hún örvar handtök mín
En þó að öldudalir okkur skilji að
Ást til þín ég geymi’ í hjartastað
Þó að stórsjóir og stormar stöðugt veikji lund
Ég sigli heim á morgun á þinn fund
Í huga mínum heitust ósk sú er
Að halla meiga höfði mínu’ að þér
Lokka fagra strjúka, líta augun í
Lengi hef ég beðið eftir því
En þolinmæði þrautum vinnur á
Með þolinmæði flest er hægt að fá
Við höldum heim á morgun, við komum vina fljótt
Og nóttin breiðist yfir bátinn minn
Ég kemst ei hjá að hugsa vina heim til þín
Og hugsunin, hún örvar handtök mín
En þó að öldudalir okkur skilji að
Ást til þín ég geymi’ í hjartastað
Þó að stórsjóir og stormar stöðugt veikji lund
Ég sigli heim á morgun á þinn fund
Í huga mínum heitust ósk sú er
Að halla meiga höfði mínu’ að þér
Lokka fagra strjúka, líta augun í
Lengi hef ég beðið eftir því
En þolinmæði þrautum vinnur á
Með þolinmæði flest er hægt að fá
Við höldum heim á morgun, við komum vina fljótt
Ég hvísla yfir hafið “góða nótt”
Ég er algjör sökker fyrir sjómannalögunum.
Bestu kveðjur og þökk fyrir síðustu komment.
Hrannsla.
P.S. Afsakið að þetta er allt í einni klessu - vildi ekki birtast öðruvísi.