föstudagur, október 06, 2006

Rigningarúði...

Í dag fó ég ekki á fætur fyrr en um klukkan þrjú. Birna og Grímur líka. Þau sváfu eins og ungabörn á meðan ég fór þrjár salernisferðir, gerði tvö verkefni í tölvunni og reykti! Habara sona!!! Æ þau eru yndisleg, þó er ég farin að halda að þau vilji ekki fá mig í heimsókn, því að alltaf þegar að ég kem og gisti hjá þeim standa þau alltaf í einhverjum framkvæmdum... ;-)

Þessi mynd af honum Hafliða mínum var tekin í kringum afmælið hans í vor þegar hann varð þrítugur. Mér fannst tilvalið að setja mynd af honum hér, svo að ég geti horft á hann! Hann er svo yndislegur við mig á allan hátt. Ég er afar þakklát fyrir hann.

Í dag gekk ég heim til Evu frænku. Það voru örlitlill rigningarúði og það eina sem ég heyrði voru vængjaþytir hrafnanna, fuglasöngur og smá öldugangur við smábátabryggjuna. Það var yndislegt að heyra ekki eintóm bílhljóð og önnur týpísk Reykjavíkur hljóð. Í sveitinni er gott að vera. En þó vildi ég ekki búa hér á veturna, þar sem Patreksfjörður stendur. Ég yrði svo hrædd við snjóflóð og annað slíkt.
Eva frænka lítur alltaf jafn vel út! Hún virðist blómstra með tímanum sem líður, en eldist ekkert. Mér varð agalega á þegar ég kom til hennar í dag. Því að ég var með afmælisgjöfina hennar Sigurlaugar (yngri dóttur Evu), en hún á afmæli í ágúst. Ég hélt að betra væri seint en aldrei, en eldri dóttir hennar varð mér svo sár að ég var ekki með gjöf fyrir hana. Æ, það var svo sárt! En ég vona að seinna meir geti hún fyrirgefið frænku sinni.

Jæja, þetta er allt í dag.
Góða nótt ljúfustu vinir.

Hrannsla.

fimmtudagur, október 05, 2006

Komin vestur á ný!


Vestur ef ég mætt til fjarðar er kenndur er við Patrek. Þó að alltaf finnist mér hingað gaman að koma og móttökur Birnu og Gríms yndislegar í alla staði, er ekki laust við að hjá mér sé söknuður. Ég sakna Hafliða óskaplega, þó ég hafi komið í dag og stoppið sé stutt.

Við mættum á Brekkuvelli, mamma, pabbi og ég, eftir skondna bílferð úr borginni (sem ég hef ekki eftir hér). Niðamyrkur var í sveitinni, enda klukkan að ganga níu að kveldi. Birna mín sótti mig svo í sveitina, því ég gisti hjá henni og Grím frænda. Framkvæmdagleðin í þessu unga fólki er ótrúlega mikil. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að þau séu alltaf svona vel aktíf (vildi ekki skrifa OFVIRK). ;-)


Kleifakarlinn á Kleifaheiði brosti til okkar Birnu á leiðinni yfir heiðina og hvíslaði til okkar gegnum vindinn; Góða nótt stelpur og sofiði vel!
Það sama segji ég við þig! Góða nótt og sofðu vel. Sjáumst betur á morgun þegar birta tekur.

Knúsar og sitthvað fleira.
Hrannsla.