Rigningarúði...
Í dag fó ég ekki á fætur fyrr en um klukkan þrjú. Birna og Grímur líka. Þau sváfu eins og ungabörn á meðan ég fór þrjár salernisferðir, gerði tvö verkefni í tölvunni og reykti! Habara sona!!! Æ þau eru yndisleg, þó er ég farin að halda að þau vilji ekki fá mig í heimsókn, því að alltaf þegar að ég kem og gisti hjá þeim standa þau alltaf í einhverjum framkvæmdum... ;-)
Þessi mynd af honum Hafliða mínum var tekin í kringum afmælið hans í vor þegar hann varð þrítugur. Mér fannst tilvalið að setja mynd af honum hér, svo að ég geti horft á hann! Hann er svo yndislegur við mig á allan hátt. Ég er afar þakklát fyrir hann.
Í dag gekk ég heim til Evu frænku. Það voru örlitlill rigningarúði og það eina sem ég heyrði voru vængjaþytir hrafnanna, fuglasöngur og smá öldugangur við smábátabryggjuna. Það var yndislegt að heyra ekki eintóm bílhljóð og önnur týpísk Reykjavíkur hljóð. Í sveitinni er gott að vera. En þó vildi ég ekki búa hér á veturna, þar sem Patreksfjörður stendur. Ég yrði svo hrædd við snjóflóð og annað slíkt.
Eva frænka lítur alltaf jafn vel út! Hún virðist blómstra með tímanum sem líður, en eldist ekkert. Mér varð agalega á þegar ég kom til hennar í dag. Því að ég var með afmælisgjöfina hennar Sigurlaugar (yngri dóttur Evu), en hún á afmæli í ágúst. Ég hélt að betra væri seint en aldrei, en eldri dóttir hennar varð mér svo sár að ég var ekki með gjöf fyrir hana. Æ, það var svo sárt! En ég vona að seinna meir geti hún fyrirgefið frænku sinni.
Jæja, þetta er allt í dag.
Góða nótt ljúfustu vinir.
Hrannsla.
Þessi mynd af honum Hafliða mínum var tekin í kringum afmælið hans í vor þegar hann varð þrítugur. Mér fannst tilvalið að setja mynd af honum hér, svo að ég geti horft á hann! Hann er svo yndislegur við mig á allan hátt. Ég er afar þakklát fyrir hann.
Í dag gekk ég heim til Evu frænku. Það voru örlitlill rigningarúði og það eina sem ég heyrði voru vængjaþytir hrafnanna, fuglasöngur og smá öldugangur við smábátabryggjuna. Það var yndislegt að heyra ekki eintóm bílhljóð og önnur týpísk Reykjavíkur hljóð. Í sveitinni er gott að vera. En þó vildi ég ekki búa hér á veturna, þar sem Patreksfjörður stendur. Ég yrði svo hrædd við snjóflóð og annað slíkt.
Eva frænka lítur alltaf jafn vel út! Hún virðist blómstra með tímanum sem líður, en eldist ekkert. Mér varð agalega á þegar ég kom til hennar í dag. Því að ég var með afmælisgjöfina hennar Sigurlaugar (yngri dóttur Evu), en hún á afmæli í ágúst. Ég hélt að betra væri seint en aldrei, en eldri dóttir hennar varð mér svo sár að ég var ekki með gjöf fyrir hana. Æ, það var svo sárt! En ég vona að seinna meir geti hún fyrirgefið frænku sinni.
Jæja, þetta er allt í dag.
Góða nótt ljúfustu vinir.
Hrannsla.