föstudagur, apríl 20, 2007

Já, það er komið sumar og sól í heiði skín (vonandi fljótlega)


Gleðilegt sumar elskurnar mínar! :-)

Svo seigja mér fróðari menn að vetur og sumar hafi frosið saman í ár og boði það góða tíð! Við skulum nú bara rétt vona það.

Það er dálítið skrýtið að hugsa til þess að sumarið sé komið, því að í dag er dumbungur yfir borginni og eitt og eitt snjókorn hefur sést falla niður á annars algræna jörðina. Við verðum víst bara að krossa fingurnar okkar og biðja til þess að hlýni fljótlega - ég hef nefnilega smá áhyggjur af greyið plöntunum mínum, þó að mér hafi verið sagt frá traustum heimildarmanni mínum, að þeim líði bara ágætlega og að öspin mín sé enn dugleg við að stækka! ;-)

Núna síðastliðna viku hefur hann faðir minn legið á sjúkrahúsi. Hann er búinn að vera veikur um tíma og var svo lagður inn á sjúkrahúsið við Fossvoginn á laugardaginn síðasta. En þar sem rannsóknir eru enn í gangi og hafa enn sem komið er engu skilað, þá sé ég ekki mikla ástæðu til að hafa þennan svaðalega kvíða sem brýst nú um í mér. En oft er auðveldara að segja svona hluti, heldur en að koma þeim í gegn. Mér sýndist þó á dögunum að "sá gamli" hafi verið hálf klökkur yfir því hve marga góða hann á að og segir það mér bara það eitt, "engin veit fyrr en reynir á, hvort vini átt þú þá". Hef ég þó grunað lengi að þótt fá eigi ég vinina, þá eru vinir mínir þeir bestu sem hægt er að kjósa sér. Og hana nú! (Mér finnst ég svo rík). Ég bið því ykkur nú, vinir mínir að biðja til náðugs Drottins okkar um að faðir minn nái heilsu.

Ég hef nú ekki alltaf verið barnanna best þegar að veikindum kemur. Það vita þeir sem þekkja mig vel og einna best foreldrar mínir. Þegar ég var barn lagði ég yfirleitt mikið á mig til að veikjast rétt fyrir allar hátíðar og ferðalög. Í dag, virðist ástandið vera óbreytt. ;-) Því að núna kostuðu "veikindi" mín mig heila önn í skólanum. Og mér sem er að batna núna! Það er líklegast kominn tími til, eftir endalausar lyfjainntökur á ofnotuðum sýklalyfjum og bætiefnum. En bara af því að það fraus með vetri og sumri, hef ég trú á að veikindakaflanum sé lokið þetta árið og verði hér eftir veikindafrítt - alla vega þar til jólin nálgast. ;-)

Það er búið að vera nokkuð mikið að gera í vinnunni hjá Hafliða mínum, en hann á alltaf tíma fyrir elskuna sína og fjölskyldu. Við fórum þó ekki á árshátíðina í vinnunni hjá honum í ár, þó svo að blessaður bróðir minn hafi verið að spila þar. En kannski förum við á komandi ári, ef sættir nást innan stjórnar árshátíðarnefndarinnar um hvar, hvenær og hvernig skuli hátíðin haldin. Það er aldrei að vita! Ef að matseðillinn er góður - þá mætum við örugglega! ;-)

Það er dálítið merkilegt að þó svo að engin sé skólinn hjá mér núna, þá sit ég ekki aðgerðarlaus. Það eru alls konar fundir, samkomur og skemmtanir sem taka mig upp á arma sína núna. Svo auðvita "skemmtilegu" heimilisstörfin og þjálfun af ýmsum toga. (Tja, það er alla vega togað mikið). ;-) Gaman þætti mér þó að fá einhvern gönguferðafélaga. Það reynist þó oft þrautinni þyngra að finna hann, því að göngulag mitt hefur lítið sem ekkert breyst frá tímum þríeykisins ógurlega og reynist erfitt að finna einhvern sem gengur þannig. ;-)

Þá er Þetta komið í bili elskurnar, en ég bið Guð og allar góðar vættir (eftir á hvað þið trúið) að blessa ykkur og halda yfir ykkur verndandi hendi. Og kveð ég svo að sinni með þessum orðum:

Vertu til er vorið kallar á þig
Vertu til að leggja hönd á plóg
Komdu út, því að sólkinið vill sjá þig
Sveifla haka 'og rækta nýjan skóg
Hei! :-)

Hrannsla.

sunnudagur, apríl 08, 2007

GLEÐILEGA PÁSKA :-)

Gleðilega páska kæru lesendur mínir!

Ég vona það innilega að þið hafið fengið páskaegg og góða málshætti! :-)


Í egginu frá Hafliða mínum var málshátturinn svo hljóðandi: Ástin spyr ekki um kennitölu. Og málsháttur eggsins frá foreldrum mínum hljóðaði svo: Glöggt er gests augað. Mér er spurn, er þetta skot á mig? ;-)





Hér sit ég með hor niður á kinnar og skrifa um páskaegg og málshætti. Mér líður eins og sé aftur orðin fimm ára. hehehe... Nei, nei. :-) Ég er reyndar lasin (eins og svo oft áður). Ég bíð bara eftir því að lungun mín gefi sig. Það getur ekki verið mikið eftir þangað til, ég er nefnilega alltaf að fá í lungun. Ég má ekki fá smá kvef, þá er það komið ofan í lungun. Nú verð ég að hætta að reykja! En þetta segji ég alltaf og kveikji mér svo í sígó. Kaldhæðnin er svaðaleg. Sérstaklega kannski að því leitinu til að daginn fyrir Skírdag, fór ég til tannsa og hann tók jaxlinn minn. Svo að nú, þessa daga, verð ég að passa hvað ég ét, hvernig og hvort ég borða það. En í gær var mér sagt, þó svo að mig grunaði það sterklega, að ég hef'i hvort sem er aldrei getað unnið átkeppni. Það er að segja, þó svo að jaxlinn minn hefði ekki verið fjarlægður. ;-)





Annars er það að frétta að ég hitti tvær "gamlar" vinkonur mínar á kaffihúsi og hafði gaman af. Það er svo langt síðan að þetta þríeyki hefur hist. Minningar forna atriða og prakkarastrika flæddu um hugann, um leið og nýjar minningar urðu til. Og svo var planað að búa til enn fleiri slíkar, góðar, minningar í sumar. - Ég hlakka mikið til þess. :-) Það er eins gott að það verði, svo að tilhlökkunin sé ekki til einskis. ;-)





Ég hitti aðra vinkonu mína á dögunum, við tvær eyddum heilum eftirmiðdegi á kaffi Vín og svo kom þessi elska heim til mín um kvöldið í bjór og sígó. Það er með ólíkindum sem þessi hugrakka unga kona leggur á sig. Hún kom hingað stífluð upp í haus og kvefuð niður í rassgat. - Eða seigir maður ekki svona???





Pabbi átti afmæli á Föstudaginn langa og færum við hér með hamingjuóskir til hans og von um bjarta framtíð!





Við fengum óvæntan gest hingað í gær, sem við ekki áttum von á. Var þar skyldmenni mitt á ferð, sem ekki átti að vera með fast land undir fótum. En vegna fullfermis kom skipið til hafnar, stoppaði í einhverjar klukkustundir og fóru svo aftur á sjó. Og haldiði ekki að hann frændi minn hafi ekki fært frænku sinni fisk til átu. :-) Grímur, vér færum þér þakkir!!! :-)





Tja, annað held ég að það sé ekki að sinni. En ég bið ykkur að fara varlega í átinu yfir hátíðina og passa ykkur á að ruglast ekki á skrautinu og namminu, því það gæti reynst hættulegt! Gangið hægt um súkkulaðsins dyr!




Hrannsla.

mánudagur, apríl 02, 2007

Helgin búin og hversdagsleikinn tekin við...



Það má nú seigja, svo satt sé, að nú sé nokkuð viðburðaríkri helgi lokið. Við hjónin fenguð boð í sumarbústað í Ölfusborgum sem við þáðum. :-) Okkur fannst báðum alveg ofboðslega gaman að hitta þetta góða vinafólk okkar og eiga með þeim kvöldstund spjalls og leikja. Og færum við hér með þakkir fyrir það!

Í stað hefðbundnar heimleiðar, fórum við Krýsuvíkurleiðina. Og stoppuðum auðvita við Strandakirkju. ;-) Sem og á hinum ýmsu athyglisverðum stöðum, að okkar mati. Hér á myndinni er einn slíkur, en ég man bara ekki nafnið á þessu háhitasvæði. :-/ (Svona er nú mynnið mitt stutt). En það var allavega mjög gaman hjá okkur í gær (sunnudag) og í fyrradag (laugardag).

Elskulegir foreldrar mínir áttu velheppnaðan dag í gær og tóku stórt skref í lífum sínum, sem og nýja leið. Þetta er þeim og okkur sem þau þekkja, afar ánægjulegt skref og færum við þeim hamingjuóskir með gærdaginn, ákvörðunina og "nýju" fjölskylduna sem þau eignuðust í gær. :-) Til hamingju!!!

Svo kíktum við aðeins til Kristrúnar vinkonu til að kveðja hana og Ívar hennar áður en þau fóru norður til að vera yfir páskana. Það er nú alltaf gott að koma þangað, hún hefur svo róandi rödd hún Kristrún mín, og ekki var það verra að hún Björk mín var þar fyrir. :-D Það er alveg satt að segja að ef að manni líður illa, hvort sem það er út af sjálfum sér eða einhverju öðru, þá á ég þarna vini í raun! Þær skamma mig eins og barn ef ég á það skilið, hugga mig í eymd og hressa sálina. ;-) Það er bara gaman af þeim!

Svo er Unnur mín komin til landsins. Jei... Jibbí. Loksins getum við hisst - "gamla" gengið. ;-)

Og hún Brina mín kíkti hér aðeins í gær, svona rétt til að kveðja, það var voða gaman. Hún var hress og kát að vanda og lék á alls oddi. Það er vonandi að við sjáum þessa litlu "systir" mína fljótlega aftur. :-)

Annars hefur helgin verið bara róleg og áfallalaus, fyrir utan eitt lítið atriði sem stakk mig. En ég var afar stolt af sjálfri mér fyrir að halda ró minni og labba bara út þegar mér ofbauð illskan í manneskjunni. Hafliði minn er alltaf trausti kletturinn minn, stendur við hlið mér í gegnum allt það góða og vonda. Hann er einstakur maður. Bæði skilningsríkur og ljúfur við konunugerpið sitt. ;-)

Fariði vel með ykkur lesendur góðir og megi gæfan elta ykkur á röndum!

Hrannsla.