mánudagur, september 11, 2006

Jah... Nú er það geislavirkt!

Eins og titill þessarar færslu gefur til kynna, þá er ég geislavirk í dag!

Ég var í rannsókn í morgun, sem hafði það í för með sér að í mig var sett geislavirkt efni til að ná fram betri myndum af heilanum í mér. Ég veit að þar kemur ekkert fram auðvita, nema hvað ég er vitlaus... En ég fæ vonandi einhver svör í vikunni.

Tengdarmamma, Bogga og Guðrún komu til Reykjavíkur í gær og borðuðu hjá okkur pottrétt að hætti Hafliða. :-) Það var mikið fjör að hitta Norðanmennina og mikið frábært að hitta tengdó! Hennar er alltaf sárt saknað þegar hún er ekki á staðnum.

Jæja, nú fer að styttast í að ég sækji hann Hafliða minn í vinnuna, því að núna er stutt vika hjá honum og það er alltaf gott að hafa hann heima HJÁ MÉR!

Bless í bili, sjáumst fljótt aftur,
Hrannsla.

föstudagur, september 08, 2006

Litla systir komin í bæinn!!!

Jæja, þá er litla systir mín komin að heimsækja mig í Reykjavíkina.

Það er nú alltaf gott að fá knús - en svona ekta Vestfjarðarknús er alltaf aðeins betra. Ég get sagt þetta líka vegna þess að Hafliðinn minn er að breytast í vestfirðing... Þ.e.a.s að vill eyða öllum sínum frítíma á Brekkuvöllum. Enda er það líklegast einn flottasti staður í heimi. Alla vega með langflottasta útsýnið. :-)

Unnur mín er að bíða eftir að fá fararleyfi til að flytja til Danmerkur. Hún er lasin og því í farbanni. Hún er að fara í skóla þar ytra, en ég er nú alveg til í að hafa hana bara hér. Hún er góð stúlka!

Jæja kæru vinir, ættingjar og þú!

Þar til næst bið ég fyrir kveðju til þeirra sem mig vilja þekkja.

Hrannsla.

mánudagur, september 04, 2006

Búin að vera algjör aumingji...

Sælt veri fólkið.

Ég er búin að vera algjör aumingji undanfarið.
Fyrir það fyrsta er ég búin að vera með agalega leiðinlegann hausverk sem hreinlega vill ekki fara. Svo að ég leitaði mér aðstoðar fróðari manna. Það finnst ekki af hverju þessi höfuðverkur stafar, svo ég var send í alls konar helv... rannsóknir og þess háttar. Og nú er ég hjá einhverri Guðrúnu, taugasérfræðingi.

En annars er bara allt gott af okkur. Hafliði er að byrja langa viku núna; frá 7:30 til 18:10. Hann er aðra hvora viku svona langa, en hina er hann frá 7:30 til 16:30. Löngu vikuna vinnur hann líka laugardaga og einstaka sunnudag. Hann er svo mikið yndi, þessi elska.

Við erum að fá gesti til Reykjavíkur 11-16 sept. Það eru Bogga, Guðrún og tengdarmamma.

Jæja, bestu kveðjur til ykkar í bili.

Kveðjur,
Hrannsla.