miðvikudagur, janúar 31, 2007

Tap fyrir dönum...

Sæl aftur allt fallega fólkið mitt!

Sáuð þið leikinn á móti dönum á HM í gær? Sko það er fyrst núna sem ég er gersamlega LOST, því ég er engan veginn að fatta hvernig þetta gat farið svona. Því miður fyrir okkur íslendingana. Eitt helv... mark! Fuss og sveiattan. En svona er það víst með leiki, maður veit aldrei fyrir fram hvernig þeir enda. Ég verð samt að segja, fyrir hönd íslenska landliðsins í handbolta, að þeir gáfu sig 110% fram í leikinn. Og ég er afskaplega stolt af þeim að hafa komist svona langt á heimsmeistaramótinu. (Maður má ekki gleyma að hrósa þeim fyrir góðan árangur!)

Myndin hér að ofan er af Sigga frænda mínum og dóttur hans að horfa á leikinn milli Íslands og Frakklands -að mig minnir-. Ákvað að setja hana inn, svona upp á funnið.

Dagurinn í dag er búinn að vera skelfilegur, drepast í mallakútnum mínum, með pípandi skitu. Ástandið er ekki gott! En ég er dugleg að drekka og maðurinn minn kom með hálfan líter af kóki fyrir mig. Ég er ánægð með það. :-) Ég var að íhuga að það væri leikurinn sem hefði þessi áhrif á mig, en þá ætti ég að sleppa því að horfa á leiki með íslenska landsliðinu og það get ég ekki - ELSKA ÞÁ!-. Kannski ég þyrfti uppáskrifað vottorð hjá þjálfaranum um að meiga ekki horfa á leiki, vegna heilsubrests daginn eftir, ef þeir tapa??? ;-) Nei bara smá djókur.


En, jæja, elskurnar mínar. Ég vona að ykkur heilsist vel og að þið njótið þess að vera til.

Bið að heilsa ykkur öllum -LOVE YOU ALL!!!!-

Hrannsla.

mánudagur, janúar 29, 2007

Ég verð "LOST" í kvöld...



Sæl, þetta er bara ég aftur og enn einu sinni. :) Lífið snýst mest um skóla, vinnu, át, svefn og leti, hjá okkur núna. En það er í sjálfu sér ekki slæmt, því einhver sagði "engar fréttir eru betri en slæmar" og trúi ég og treysti á það!

Ég setti hér mynd af afar loðinni kanínu sem ég finn afskaplega til með, því það hlýtur að vera erfitt að geta varla séð út úr augunum - Ég ætti svo sem að þekkja það, því að í augnablikinu er hártoppurinn minn ansi síður... ;)

Ég hef verið að velta dálítið fyrir mér þessu máli með Frjálslynda flokkinn. Hvað er eiginlega að gerast þarna. Allir í hár saman út af Landsfundinum og vegna þess að ein manneskja fékk ekki það sem hana langaði í! Eða hvað??? Ég er ekki alveg að skilja málið til fullnustu, en þeir sem vilja kynna sér málið betur, ættu endilega að skrá sig í flokkinn og koma svo til mín og útskýra málið. ;-)

Jæja elskurnar mínar, ég veit þetta var stutt í þetta skipti, en vona að þið bíðið þolinmóð eftir næsta skipti.

Kveðjur,

Hrannsla.

P.S.

Bara að minna fólk á að í kvöld byrjar "LOST" aftur á RÚV. Bara svo að fólk viti af því, eru mánudagar sjónvarpsdagar hjá okkur á heimilinu. Heros og CSI á Skjá einum og Lost á RÚV.

Efnisorð:

laugardagur, janúar 20, 2007

Lífsins hugleiðingar...

Sæl og blessuð aftur!

Ég tók mér það bessaleyfi að planta hér mynd af þeim yndislegu foreldrum sem ég á!!!

Eins og þeir vita ,sem föður minn þekkja, þá á hann erfitt með að vera kyrr og hvað þá að vera ekki með fíflalæti við myndatökur. En mér þykjir ósköp vænt um hann, eins og hann er! :-)

Það má auðveldlega sjá á mynd þessari að heilsan er ekki upp á sitt besta hjá þeim, en við vonum af öllu hjarta að það fari að lagast.

Nú það er að frétta af okkur að skólinn er byrjaður hjá mér aftur og er mikil gleði í gangi með það. Kallinum mínum gengur bara vel í vinnunni og leitar hann mikilla ástúða heima fyrir. ;-) Líf okkar gengur sem sagt nokkuð áfallalaust fyrir sig þessa dagana, nema hvað að hún litla Guðrúnin okkar handleggsbrotnaði - Greyið stúlkan! En hún er sterk stelpa og óskum við henni góðs bata. Mamma hennar góð kona.

Ég hef oft hugsað út í það að lífið gengur einhvern veginn alltaf í hringi. Um áramótin og eftir þau komu mikið af áföllum, en svo byrjar maður að jafna sig og allt fellur einhvern veginn í sömu skorður og áður. Og nú þegar allt er rólegt og komið í fastar skorður, finnst mér á einhvern hátt vanta einhverja spennu í lífið. Ekki misskilja mig, ég á mjög góða að, en mig langar í eitthvað meira! Mér finnst að lífið hafi upp á meira að bjóða, en það sem það er í dag og óþolinmæði mín er að byrja að "kikka inn".

Kannski eru það bara draumar hjá mér að vilja eitthvað meira út úr lífinu. Ég er 27 ára gömul og hef engu áorkað í lífinu. Ég er bara "aumingji" í skóla, með baksjúkdóm sem er hundleiðinlegur. En það góða fólk sem að mér stendur er gott og ég virði það og elska þau öll. En mig vantar eitthvað spennandi að gera... Lífið er svo stutt!!!

Æ, nú er ég búin að bulla nóg! :-)

Sjáumst brátt aftur,
Hrannsla.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Oj... Litt....

Guðrún Jóhanna, litla skvísa!

Komiði sæl tryggu lesendur!

Þessi mynd er tekin á jóladag í húsum tengdarforeldra minna. Ég bað móður hennar um leyfi til að setja þessa mynd hér inn og gaf hún mér það greiðlega og færi ég hér með þakkir fyrir.
Þessi litla sæta stúlka er sem sagt Guðrún litla, systurdóttir mannsins míns og augasteinn allra þeirra sem fengið hafa þann heiður að kynnast henni! Hún er engillinn okkar og örugglega margra annara. :-)


Það er ekki laust við að maður sé eitthvað hálf slappur í maganum í dag. :-) Við nefnilega fórum í leikhús í gærkveldi, með eðal fólki (þ.e.a.s. Foreldrum mínum og tengdarmóður). Þótti okkur ferðin afar vel heppnuð, því að öll höfðum við gaman og allir skemmtu sér vel. Við sáum "Viltu finna milljón". Mæli sérstaklega með því leikriti fyrir þá sem eiga erfitt með að höndla skammdegistímann á Íslandi-Svona aðeins til að létta undir og kítla hláturtaugarnar. Einnigrir verð ég að segja að ég mæli með leikritinu fyrir harðgera fýlupúka sem ekkert sjá nema rassgatið á sjálfum sér og eru niðursokknir í sjálfsvorkunn! (Hmm... hljómar eins og lýsingin á einhverjum sem ég kannast við - jors trúlý! ;-)
Það eina sem skyggir á leikhúsferð þessa er allur þessi vindur sem er óhjákvæmilegur í dag vegna óviðráðanlegs tópasáts í gærkveldi. En tíminn læknar öll sár og efast ég ekki um að svo mun tíminn líka gera fyrir sára magavöðva, endaþarmskrampa og gas með lykt. (Nú myndu sumir segja: Prumpa... Oj, litt)!

Jæa blíða fólk, ég kem til með að deila fleiru með ykkur seinna og hlakka mikið til. :)

Bestu kveðjur til ykkar þar sem þið eruð nú á þessari stundu,
Hrannsla.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Kisa

Langaði bara að sýna ykkur eina af kisunum sem ég bjó til og gaf í jólagjöf. Er hún ekki sæt???
Hrannsla.

Takk fyrir mig...

Einhvern veginn er ég að sjá það alltaf betur og betur hvað ég á góða að. Ég á frábæran mann sem stendur með mér í gegnum súrt og sætt, yndislega foreldra sem vilja gera allt til að létta birgðir mínar og hjálpa mér í gegnum næstum allt, ljúfa tengdarfjölskyldu, Meiriháttar frábærar frænkur og þá allra bestu vini í heimi.
Ég er kannski ekki duglegasta manneskja í heimi að hlúa að öllu fólkinu sem mér þykir vænt um, en innst inni veit ég að þið vitið öll hversu mikils virði þið eruð mér! Ég reyni mitt besta og stundum gengur vel í lífinu, en stundum ekki.

Það er einmitt á verstu tímunum í lífinu sem maður sér yfirleitt ekki hvursu heppin maður er að eiga svona góða að, en svo réttir einhver út hjálparhönd og maður heldur dauðahaldi í hana þar til allt hið slæma er yfirstaðið. Þá fyrst sér maður hvað maður á gott.

Undanfarna viku hefur líf mitt gengið til beggja hliða. Í dag var mér mikil aðstoð veitt bara með því að hafa "einhvern" hjá mér. Það þurfti ekki meira til en að halda í hönd mína og þrýsta aðeins á hana. Það var mjög gott að standa ekki ein. "Þar sem brotsjóar bylgjast í hrönnum er gott að hafa einhvern með sér".

Oftast nær ef ég þigg aðstoð frá einhverjum líður mér illa yfir að geta ekki gert hlutina sjálf. En ég er nú bara einu sinni þannig að Guði gerð að ég er mannleg og get ekki allt ein. En núna er ég farin að sjá að það er ekkert að því að biðja um hjálp og þiggja hana ef hún býðst. Ég held að það sé alla vega betra en að sökkva sér í þunglyndi og vilja ekkert gera.


Hún tengdarmóðir mín kemur suður í kvöld og ætla ég að reyna að taka sem allra best á móti henni, því hún er ein af þeim sem ég ber mikla virðingu fyrir og þykjir afar vænt um. Ég vona að móttökur mínar verði henni hlýlegar og að henni þykji gott að koma til okkar, þó að ástæða komu hennar sé leiðinleg. Óskið mér góðs gengis! :-)


Hrannsla.



P.S.
Sáuð þið halastjörnuna í morgun???

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Gleðilegt nýtt ár!

Ótrúlegt, það er komið nýtt ár. Það kom bara nýr dagur og með honum nýtt ár. Er ekki tíminn furðulegt fyrirbæri?

Ég vil nú byrja á því að biðjast afsökunar á seinleika mínum við skrifin og lofa að bæta úr því!;-) Kannski er það ekki beint nýársheit, en samt svona á ská allavega. Mig langar furðu mikið að vita hvort einhver hafi gert slíkt heit um áramótin. Ætli það verði ekki bara könnun mín núna og svör geta borist á commentin!

Nýtt ár og ný tækifæri til að klúðra, er það ekki? Ég hef til dæmis ákveðið að klúðra árinu í sund og hvers konar skapofsa sem fylgjir því að hætta að reykja. ;-) (það er nú dálítil hræsni í mér að skrifa þetta og fá mér svo smók).

Jæja, en við erum sem sagt komin heil heilsu til Reykjavíkur eftir tíu daga dvöl norður á Dalvík um jól og áramót. Okkur fannst mjög gaman að hitta alla, gamla og unga. Það er samt eins og alltaf að hún litla Guðrúnin okkar (systurdóttir Hafliða míns) stal senunni hjá okkur. Hún er algjör rúska! Við hittum margt fólk sem við höfum ekki hitt í rúmt ár og olli það mörgum brosum og hlátrarsköllum.

En þar sem við erum nú komin til mannheima, ætla ég að láta þetta nægja í dag með því að segja til hamingju með nýja árið og vona að þið hafið haft það sem allra best yfir jólahátíðina.

Sjáumst fljótt aftur,
Hrannsla.